Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Qupperneq 17

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Qupperneq 17
LANDSÞING um okkar er verulegur ágreiningur um millistjórnstigiö, þar sem þaö er ekki talið hafa skilað þeim árangri, sem aö var stefnt, einkum í strjálbýli, t.d. í Norður-Svíþjóð og í Noregi. Ég legg áherzlu á að efla sveit- arfélögin sjálf og stækka þau og flytja til þeirra aukin verkefni. Ef vilji er í raun fyrir hendi, tel ég, að hægt sé að ná verulegum árangri á því sviði einmitt nú í kjölfarsetn- ingar nýrra sveitarstjórnarlaga. Við höfum líka góða reynslu af sam- vinnu sveitarfélaga um ýmis verk- efni. Með nýju lögunum höfum við þá valkosti að stækka sveitarfé- lögin, efla samvinnu þeirra á hér- aðsgrundvelli og á landshluta- grundvelli þannig, að þau séu fær um að taka að sér aukin verkefni og veita nýja og betri þjónustu. Um þessi mál þarf að fara fram ítarleg umræða, þar sem menn velta fyrir sér rökum með og móti þriðja stjórnsýslustiginu. Komi það hins vegar í Ijós, eftir nokkra reynslu af nýju sveitarstjórnarlög- unum, að sveitarstjórnarmenn al- mennt hafi áhuga fyrir að taka það upp og telji það forsendu fyrir því að rétta hlut landsbyggðarinnar, mun ég verða síðastur manna til að berjast á móti því. Ég minntist hér í upphafi á 40 ára afmæli Sambands íslenzkra sveitarfélaga á sl. ári. Félagsmála- ráðuneytið á 40 ára afmæli í þess- um mánuði. Samstarf ráðuneytis- ins og sambandsins hefur að sjálf- sögðu alltaf verið mikið og náið. Ég þakka forystumönnum sam- bandsins og öllum sveitarstjórnar- mönnum fyrir samstarfið á þeim tima, sem ég hef haft með málefni ráðuneytisins að gera. Ég vona, að störf landsþingsins verði farsæl og árangursrík í þágu sveitarfélaganna og íbúa þeirra og fyrir þjóðina í heild. TRYGGIR ÞÉR ÞÆGINDI FYRSTA SPÖLINN Bíll frá Hreyfli flytur þig þægilega og á réttum tíma á flugvöllinn. Þú pantarfyrirfram Við hjá Hreyfli erum tilbúnir að flytja þig á Keflavíkurflugvöll á réttum tima í mjúkri límosinu. Málið er einfalt. Þú hringir í sima 685522 og greinir frá dvalarstað og brottfarartíma. Við segjum þér hvenær bíllinn kemur. Eitt gjald fyrir hvern farþega Við flytjum þig á notalegan og ódýran hátt á flugvöllinn. Hver farþegi borgar fastgjald. Jafnvel þótt þú sért einn á ferð borgarðu aðeins fastagjaldið. Við vekjum þig Ef brottfarartími er að morgni þarftu aö hafa samband við ollur milli kl. 20:00 og 23:00 kvöldið áður. Viðgetum séð um að vekja þig meðgóðum fyrirvara, ef þú óskar. Þegar brottfarartími er síðdegis eða að kvöldi nægir að hafa samband við okkur milli kl. 10:00 og 12:00 sama dag. UREYF/LL 685522 SVEITARSTJÓRNARMÁL 231

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.