Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 41
FJÁRMÁL
PáH Hersteinsson, veidistjóri:
Verólaun og taxtar fyrir refa-
og minkaveióar árið 1986
Samkvæmt lögum nr. 52/1957
er stjórnum allra sveitarfélaga
skylt að láta leita grenja og
minkabæla á sínu svæði á hverju
vori. Verðlaun fyrir unnin dýr eru
ákveðin árlega af landbúnaðar-
ráðuneyti og birt í Lögbirtinga-
blaðinu. Viðmiðunartaxti vegna
grenjaleita og grenjalegu er hins
vegar ákveðinn af veiðistjóra og
birtur í Fréttabréfi veiðistjóra, þar
sem upphæð verðlauna er raunar
einnig birt. Fréttabréf veiðistjóra
er m.a. sent öllum oddvitum,
bæjarstjórum og sveitarstjórum.
Verölaun fyrir unnin dýr
Þar eð mannabreytingar hafa átt
sér stað í stjórnum sveitarfélaga
víða um land í kjölfar kosninga, er
líklegt, að margir aðilar, sem nú
stjórna framkvæmd refa- og
minkaveiða fyrir hönd síns sveit-
arfélags, hafi ekki upplýsingar um
þessi mál undir höndum.
Af þessum sökum er rétt að
birta hér verðlaun fyrir unnin dýr
eins og þau voru ákveðin af
landþúnaðarráðuneytinu sam-
kvæmt auglýsingu dags. 15.
feþrúar 1986.
Þau eru sem hérsegir:
Verðlaun fyrir refi utan grenja
(hlaupadýr): kr. 560,-. Verðlaun
fyrir fullorðin grendýr: kr. 395,-.
Verðlaun fyrir yrðlinga: kr. 170,-.
Verðlaun fyrir minka (fullorðna og
hvolpa): kr. 435,-.
Auk þess er greitt fyrir allt að 4
fóstur í minkalæðu.
Launataxti
Launataxti sá, sem nú er miðað
við, er 58. Ifl. kjarasamnings
BSRB og ríkisins, eins og hann
var 1. maí sl. að viðbættu 33,3%
vaktaálagi, og gildir sú upphæð til
júlíloka 1986. Samkvæmt því er
jafnaðarkaup nú 217.25 kr/klst.
Gildir sá taxti bæði fyrir refa- og
minkaskyttur. Gert er ráð fyrir, að
ekki sé greitt sérstaklega fyrir
fæði, orlof og hundahald.
Aksturstaxti
Fyrir akstur á eigin bifreið við
refa- og minkaveiðar er greitt
samkvæmt eftirfarandi taxta:
Akstur á vegum með bundnu
slitlagi: kr. 11,70/km. Akstur á
öðrum vegum: kr. 13,45/km.
Akstur utan vega: kr. 17,55/km.
Taxtinn gildir frá 1. mai til 31. júlí
1986.
Slysatryggingar
Samkvæmt 12. gr. reglugerðar
nr. 177/1958 frá landbúnaðar-
ráðuneytinu um eyðingu refa og
minka er gert ráð fyrir, að hvert
sveitarfélag slysatryggi refa- og
minkaveiðimenn þann tíma, sem
þeir eru ráðnir til starfa. Sem betur
fer eru slys sjaldgæf, en þau koma
fyrir, og því er mjög svo brýnt, að
sveitarfélög skjóti sér ekki undan
þessari skyldu.
Veióiskýrslur
Samkvæmt 14. gr. reglugerðar
nr. 177/1958 er oddvitum, bæjar-
stjórum og öðrum þeim, er sjá um
framkvæmd refa- og minkaveiða,
skylt að senda veiðistjóra skýrslu
árlega um þá starfsemi. Sérstök
eyðublöð eru notuð undir slíkar
veiðiskýrslur, og var ný útgáfa
þeirra send öllum oddvitum,
sveitarstjórum og bæjarstjórum sl.
vetur. Eru þeir aðilar, sem nýlega
hafa lokið störfum á þessu sviði,
beðnir að láta arftaka sína fá
eyðublöðin. Að öðrum kosti geta
menn fengið þau send, ef þeir
æskja þess.
Fréttabréf veidistjóra
Fréttabréf veiðistjóra kemur út
tvisvar á ári, í maí og desember.
Það er sent refa- og minkaveiði-
mönnum, oddvitum, sveitarstjór-
um og bæjarstjórum og félögum i
/Eðarræktarfélagi íslands, auk
nokkurra stofnana og félaga.
Þegar ný útgáfa Sveitarstjórnar-
mannatals birtist, verður áskriftar-
lista fréttabréfsins breytt i sam-
ræmi við hana. Frá og með
næstkomandi desember munu því
nýbakaðir oddvitar, sveitarstjórar
og bæjarstjórar fá Fréttabréf veiði-
stjóra sent í stað þeirra, er létu af
störfum í sumar.
SVEITARSTJÓRNARMÁL 255