Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 26
SAMTALIÐ „Stóríója vió Eyjafjörö myndi flýta fyrir alhliöa atvinnuuppbyggingu” Samtal viö Ingimar Brynjólfsson, oddvita í Arnarneshreppi Ingimar Brynjólfsson, bóndi á Ásláksstöðum, hefur átt sæti í hreppsnefnd Arnarneshrepps samfellt í 38 ár, eða frá árinu 1948 og hefur verið oddviti hreppsins frá árinu 1966 eða í tuttugu ár í sumar. Og nýlega var hann endurkosinn oddviti hreppsins fyrir kjörtímabilið 1986-1990. Arnarneshreppur liggur út með Eyjafirði vestanverðum, í Hörgárdal, norðan Hörgár og á Galmaströnd. Að honum liggja þrír hreppar, Glæsibæjarhreppur, sem er milli Arnarneshrepps og Akureyrar, Skriðuhreppur, sem er í framhluta Hörgárdals, og Árskógshreppur. í hreppnum er 231 íbúi, þar af um 50 á Hjalteyri, eina þéttbýli hreppsins. - Þú manst líklega tímana tvenna á Hjalteyri? „Vegna hinnar góðu hafnaraðstöðu komu útlend- ingar sér upp aðstöðu á Hjalteyri um síðustu aldamót og fram að heimsstyrjöldinni fyrri. Það voru Þjóðverjar, Norðmenn og Svíarog jafnvel Hollendingar. Þeir byggðu bryggjur og hús, sem sum standa enn og bera nöfn þeirra manna, sem byggðu þau. Sumir verkuðu fisk í landi, aðrir verkuðu um borð í skipum, sem lágu fyrir landi. Hjalteyri varð verzlunarstaður um 1880, og fór þá fólk frá næstu bæjum í hreppnum að setjast þar að, vinna og stunda sjósókn. Þar ráku einstaklingar verzlun allar götur til ársins 1978, er hún lagðist niður. Þegar Kaupfélag Eyfirðinga opnar þar verzlun á ný á árinu 1980, hafði þar verið samfellt verzlun í eina öld að undanteknum þessum tveimur síðustu árum á undan. Á ýmsu hefur gengið með atvinnurekstur á staðnum, stundum hefur verið blómlegt atvinnulíf, en á milli dottið niður. Á árinu 1937 byggði Kveldúlfur hf. stóra síldarbræðslu á staðnum. Var það í minnum haft, hversu stuttan tíma tók að reisa verksmiðjuna. Byrjað var á byggingu hennar í febrúarmánuði, og farið var að bræða í júlí sama ár. Byggingarmeistari var Helgi Eyjólfsson, sem margir könnuðust við. Með byggingu verksmiðjunnar lifnaði yfir atvinnulífinu. Þar gátu allir fengið atvinnu, sem vildu, yfir sumarið, og þar var brædd síld á hverju sumri allar götur til ársins 1966, er síldin hvarf. Með þessa sögu í huga verð ég að svara því játandi, að ég muni tímana tvenna á Hjalteyri, í blíðu og stríðu, ef svo má að orði komast.“ - Þú verður oddviti um sama leyti og halla fer undan fæti í atvinnumálum í hreppnum? ,,Já, um þær mundir, sem ég varð oddviti, kringum árið 1966, missti um þriðjungur hreppsbúa atvinnu sína, og margir fluttust brott úr hreppnum. Mikið hnignunarskeið hófst þá á Hjalteyri. Ekki voru tök á að fá húsin eða aðstöðu þar til afnota á neinn hátt. Á Hjalteyri stóð síðan allt fast í tólf ár. Landsbanki íslands yfirtók eignir Kveldúlfs hf., fljótlega eftir að starfsemi síldarbræðslunnar lagðist niður, en vélar hennar voru einnig seldar á brott.“ — Eignaðist hreppurinn síðan aðstöðuna á Hjalteyri? „Já, Arnarneshreppur keypti af Landsbanka íslands landið og öll hús á Hjalteyri, sem bapkinn átti, bæði verksmiðjuhúsin og flestöll íbpðarhúsin á staðnum. Hreppurinn hugsaði til þess að koma upp atvinnurekstri á ný og seldi íbúðarhúsin því fólki, sem í þeim bjó. Þetta var árið 1978. Á því ári fékkst samþykki fyrir smábátahöfn, og var á sama ári byrjað á gerð hennar. Leyfið fékkst þó því aðeins, að hreppurinn legði sjálfur fram fjármagn í fyrstu framkvæmdirnar við höfnina. Hafnaraðstaða er fyrst og fremst fyrir smábáta og er viðunandi fyrir þá. Við hugsum þó unt frekari framkvæmdir í hafnarmálum." 240 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.