Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 4
FORUSTUGREIN Átak í umhverfismálum Á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenzkra sveitarfé- laga, sem haldinn var í Hafnarfirði 5. apríl sl.( var fjallað um sveitarfélögin og umhverfismálin og gerð um það mál sérstök ályktun. Mikið verk er óunnið í umhverfismálum hér á landi, og Ijóst er, að sveitarfé- lögin hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna á þessu sviði. Það hafa einstaklingar og félagasam- tök einnig, og því er afar nauðsynlegt að upplýsa og efla skilning almennings á þessu mikilvæga máli enn frekar en gert hefur verið. Það skiptir öllu, að íbúar sveitarfélaganna hafi ekki á tilfinningunni, að þeir séu einungis áhorfendur eða þolendur í um- hverfismálum, heldur miklu fremur, að þeir geti með markvissu starfi og aðgerðum á þessum vettvangi ráðið miklu um framtíðarumhverfi sitt. Hugarfarsbylting hefur átt sér stað hér á landi á undanförnum árum í umhverfismálum, og i því sam- bandi er meðhöndlun sorps og skólps sá þáttur, sem efst er á baugi að því er sveitarfélögin varðar, enda öllum Ijóst núorðið, hversu brýnt er, að þess- um málum verði sem fyrst komið í viðunandi horf. Á síðustu árum hafa ýmis sveitarfélög haft forystu um mikilvægar framkvæmdir í umhverfismálum og m.a. lagt grunn að stefnumörkun í sorp- og frárennsl- ismálum, þar sem lögð er áherzla á forystu, ábyrgð og samvinnu sveitarfélaga. Þetta er ánægjuleg þró- un og gefur tilefni til verulegrar bjartsýni um áfram- haldið. í ársbyrjun 1990 öðlaðist gildi ný reglugerð um mengunarvarnir, þar sem ríkisvaldið leggur á sveit- arfélögin þungar byrðar, sbr. ákvæði 1 reglugerð- inni um meðferð frárennslis, sorphauga og ýmis önn- ur atriði. Það eru því mjög kostnaðarsöm verkefni, sem bíða sveitarfélaganna á þessu sviði um land allt. Samhliða þeim verkefnum, sem hér hafa verið nefnd, verður jafnframt að leggja áherzlu á átak i fegrunarmálum og bætta umgengni við landið, upp- græðslu lands og skógrækt. Þáttur sveitarfélaga í þessum verkefnum á að vera mikill, ekki sízt í sam- vinnu við einstaklinga og félagasamtök. Frumkvæði, forysta og samvinna sveitarfélaganna er algjör forsenda þess, að þessum verkefnum verði sinnt þannig, að árangur náist. Það er á hinn bóg- inn jafnnauðsynlegt, að góð samvinna sveitarfélaga og ríkis sé til staðar, samvinna, sem stuðlar að auk- inni kynningu og öflugum framkvæmdum í umhverfis- verndarmálum þjóðarinnar. Umhverfismál í viðtæk- um skilningi hafa áhrif á öll svið mannlegs lífs. Sú staðreynd ætti að hvetja alla til skynsamlegra um- ræðna og aðgerða í þessum málaflokki. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.