Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 54
SAMGÖNGUMÁL með tilkomu betri vega. Göng undir Hvalfjörð myndu væntanlega kippa þeim erfiða rekstrargrund- velli, sem nú er, alveg undan fyrir- tækinu. Spurt hefur verið: Fækkar þetta ekki störfum á Akranesi? Hvað Skallagrím hf. varöar, þá verður svo, en það er ein af meg- inforsendum ganganna, að þau muni sem slík leiða til þess, að auðveldara verði að skapa ný at- vinnufyrirtæki og að þau atvinnu- tækifæri muni vega upp og vel það þau störf, sem falla niður með því, að Akraborg verður aflögö. Á það hefur verið bent, að jarö- göng muni leiða til þess, að verzl- un og þjónusta muni í auknum mæli flytjast til Reykjavíkur. Þessi hætta er fyrir hendi, ef ekkert er að gert. Á Akranesi er fjölbreytt verzl- un og þjónusta á mjög góðu verði miðað við höfuðborgarsvæðið. íbúar hafa ekki þurft aö sækjast eftir vörum eða þjónustu utan Akraness vegna verðlags heima fyrir, og ef svo verður áfram, er ótti um tilflutning í þessu efni ástæöu- laus. Fremur ætti að vera bjartsýni um, að aukinni umferð og atvinnu fylgi meiri umsvif í verzlun og þjónustu. Loks hefur verið bent á, að verzlun og þjónusta í Hvalfjarðar- strandarhreppi verði fyrir skakka- föllum með tilkomu ganga. Sem hlutfall af þeim heildarhagsmun- um, sem um er að ræða, þá eru verzlanir að Ferstiklu, í olíustöðinni og í Botni ákaflega litlar stærðir. Áhyggjur sveitarstjórnarmanna f hreppnum eru þó skiljanlegar, hvað þetta varðar, en ætla má samt sem áöur, að nýir möguleikar á sviði atvinnu- og ferðamála opn- ist á Hvalfjarðarströnd meö tilkomu Hvalfjarðarganga, og það vegur vafalaust fyllilega upp það, sem tapast. í raun er í Hvalfjaröar- strandarhreppi um sama vanda- mál aö ræða og eigendur Hvítár- vallaskála stóðu frammi fyrir, þegar Borgarfjarðarbrúin var tekin í notk- un, en nú veltir enginn vöngum yfir, hvorn kostinn menn hefðu viljað. Fyrir þá, sem hafa þá trú, að Hvalfjarðargöng muni leiða til já- kvæðrar þróunar, er nauðsynlegt að skoða þá neikvæðu gagnrýni, sem fyrir hendi er, því ef menn telja, að sú jákvæða þróun, sem eftir er sótzt, verði af sjálfu sér, þá eru þeir hinir sömu á villigötum. Athafnaleysi í kjölfar Hvalfjaröar- ganga mun gera neikvæðu þætt- ina stærri en nauðsyn krefur og draga úr jákvæöri joróun. Skyn- samlegar aðgerðir og markvissar munu hins vegar leiða til þess, að jákvæð þróun mun verða, eins og að er stefnt, en neikvæð áhrif hverfandi. VI. LOKAORÐ Hvalfjarðargöng hafa mikið verið til umræðu á liðnum árum, og nú hillir undir, að gerð þeirra geti orðið að raunveruleika. Umfjöllun um göngin hefur m.a. mótazt af því, að um arðsama framkvæmd er að tefla, bæði þjóðhagslega og fjár- hagslega. Hvalfjarðargöng leiða til um 47-61 km styttingar vega- lengda milli Akraness og Borgar- ness annars vegar og Reykjavíkur hins vegar. Með þeim tæknilegu framförum, sem orðiö hafa á liðn- um árum í gerð jarðganga, eru framangreind atriöi veigamikill hvati framkvæmda, en áherzlu verður þó aö leggja á, að nú er undirbúningur, fjármögnun, fram- kvæmdir og rekstur Hvalfjarðar- ganga áhættufyrirtæki, sem er þó þaö álitlegt, að sveitarfélög og fyr- irtæki telja áhættunnar virði að leggja fram á þessu stigi verulegt fé í undirbúning. Þess verður von- andi ekki langt að bíða, að draum- urinn um Hvalfjarðargöng verði aö veruleika og að göngin leiði af sér þau jákvæðu áhrif, sem spáð er um og eftir er sótzt. GIST'HE'ív/i,^ Ásgarður er friðsælt og vandað gistiheimili með gistingu á sanngjörnu verði. Góð aðstaða er fyrir dvalargesti og í næsta nágrenni ýmsir möguleikar til heilsuræktar, ferðalaga og skemmtana. I tengslum við útskurðarverkstæði og listmunagallerí Ásgarðs eru boðin list- og handmenntanámskeið í ágúst og september. Meðal kennslugreina er út- skurður, smíði, myndmótun, fatasaumurauk blandaðra handavinnunámskeiöa, sem ætluð eru eldri borgurum. Hveramörk 4 810 Hveragerði Tel. 98-34367 Fax. 98-34467 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.