Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 63

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 63
UMHVERFISMÁL Fósturbörn" ungmennafélaga Guðrún Sveinsdóttir, verkefnisstjóri Hin síöari ár hefur áhugi al- mennings og ýmissa félagasam- taka á umhverfisvernd fariö vax- andi. Athyglisvert er, hversu ungt fólk er orðið meðvitað um mikil- vægi umhverfisverndar, og er það vissulega ánægjulegt og gefur okkur vonir um, að það láti þessi mál til sín taka I framtíðinni. Þörfin er svo sannarlega fyrir hendi, og verðum við að taka á honum stóra okkar, eigi ímyndin um hið hreina og tæra land ekki að glatast. Um þessar mundir eru ung- mennafélögin í landinu, sem eru 245 að tölu, að hleypa af stokkun- um geysistóru og spennandi verk- efni til að bæta og fegra landiö. Þetta verkefni hlaut hið skemmti- lega nafn „Fósturbörnin". Nafniö er nokkuö lýsandi fyrir verkefnið, því hugmyndin er, að ungmenna- félögin öll víðs vegar um landið velji sér fósturbarn, eitt eða fleiri, úr náttúru landsins. Þetta verkefni stendur yfir I þrjú ár. Er það því ætlun okkar, að fósturbörnin okk- ar fái nokkuð varanlegt uppeldi og að vandað veröi til þess þegar í upphafi. Fósturbörnin geta verið af ýms- um toga, s.s. fjara eða vegarkafli, sem hreinsuð eru reglulega, hreinsun ár og árbakka, hreinsun og grisjun skóglendis, að snyrta og fegra útivistarsvæöi, að græða upp land, hefta fok, gróðursetja í ákveðin landsvæði og hvað ann- að, sem fegrað gæti umhverfið. Einnig má nefna í þessu sam- bandi hreinsun bújarða, hvort sem þær eru í byggð eða ekki. Sá þáttur finnst mér vera orðinn býsna aðkallandi og einmitt nú, á þessum tímum, er samdráttur er í landbúnaöi og margir bregða búi. Við nennum ekki endalaust að tína upp rusl eftir aðra, heldur vilj- um viö fá fólk til að hætta að henda rusli úti á víöavangi og í sjóinn. En aðstæður þurfa að vera þannig, að þær séu hvetj- andi, t.d. fyrir sjómenn að koma með ruslafeng sinn að landi. Víða þarf aö huga betur að þessum málum við hafnir landsins og fyrir hinn gangandi vegfaranda í þétt- býli. Þar gætu bætt úr litlar rusla- fötur við Ijósastaura, t.d. í grennd við verzlanir og söluskála. Eða fyrir ferðalanginn, sem er aö skoöa og njóta náttúru landsins. Á mörgum ferðamannastöðum vantar tilfinnanlega staði eða ruslagáma til að losna við afrakst- ur neyzluþjóöfélagsins. Einnig ber að hafa í huga staði til losunar á skaðlegum efnum. Þetta gætu e.t.v. verið verkefni, sem sveitar- stjórnir og ungmennafélögin ynnu sameiginlega að, ættu fósturbarn í sameiningu. Það er von mín, aö sveitarfélög- in verði ungmennafélögunum inn- an handar við þetta mikilvæga verkefni, t.d. gætu þau lagt til bíl, tunnur, ruslapoka og hjálpað til við að koma ruslinu til eyðingar. Líklegt er, aö sum ungmennafé- lögin þurfi að fá til úthlutunar svæöi/land af sameiginlegu landi sveitarfélaga, t.d. til skógræktar eða landgræðslu. Vonandi er, aö sveitarstjórnir sýni þessu skilning 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.