Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 47
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM verkefnis Vestur-Húnvetninga, og Jón Pálsson, iönráðgjafi Vestur- lands. Auk þessara leiöa benti fundur- inn á nauösyn þess aö skipuleggja landbúnaöarframleiösluna eftir héruöum og landkostum og aö stuöla aö uppbyggingu nýbú- greina ásamt fullvinnslu í héraöi til þess að auka fjölbreytni atvinnulífs I sveitum. Milliþinganefnd um samgöngumól Auk atvinnumála ályktaði fund- urinn rækilega um samgöngumál og taldi uppbyggingu vegakerfis- ins í kjördæminu eitt brýnasta hagsmunamál byggöanna. I álykt- un segir, aö bættar samgöngur örvi allt atvinnulíf og styrki stööu byggöa og fólks. Var þar einkum átt viö vegtengingu viö utanverðan Hvalfjörö og sú tenging talin eitt mikilsveröasta hagsmunamál Vestlendinga og í reynd annarra kjördæma. Jafnframt var lögö áherzla á, aö sú framkvæmd verði fjármögnuö utan vegaáætlunar og aö hún skeröi ekki vegafé Vestur- lands undir neinum kringumstæö- um. Til áréttingar mikilvægi sam- göngumálanna samþykkti fundur- inn aö kjósa sérstaka samgöngu- nefnd til þess að vinna aö stefnumörkun f samgöngumálum kjördæmisins. Var nefndinni gert aö skila skýrslu til næsta aðalfund- ar samtakanna. Skerðingu ó framlögum til sýsluvega mótmælt Auk ályktunar um tengingu byggöanna á noröanverðu Snæ- fellsnesi og um vegaframkvæmdir á fleiri stööum, samþykkti fundur- inn aö mótmæla harðlega þeirri skerðingu, sem oröiö heföi á fram- lögum til sýsluvega, eftir að rfkis- sjóöur tók viö þeim. Tengsl SSV vió héra&snefndir Af öðrum ályktunum fundarins má nefna, aö stjórn samtakanna og framkvæmdastjóra var faliö aö vinna aö stefnumótun varöandi tengsl samtakanna annars vegar og héraösnefnda í kjördæminu og Akranesbæjar hins vegar. Uppbygging eldvarna Þá var stjórn samtakanna faliö aö vinna aö samræmingu á skipu- lagi og tæknilegum þáttum slökkviliða og uppbyggingu eld- varna í kjördæminu og aö leita eftir samstarfi viö tryggingafélög um að ná þeim markmiöum, sem sett verða. Eyjólfur Torfi Geirsson, formaöur SSV. Menningarmólafulltrúi Fundurinn lýsti yfir ánægju sinni meö M-hátíö á Vesturlandi á síö- asta ári og beindi því til stjórnar SSV, aö hún færi þess á leit viö menntamálaráðuneytið, aö í fram- haldi af henni veröi skipaður í eitt ár til reynslu menningarmálafulltrúi Vesturlands, sem starfi í samráöi viö Menningarsamtök Vesturlands, sem stofnuð veröi. Venjuleg a&alfundarstörf Fundinn sátu um 50 fulltrúar og fjöldi gesta. Fundarstjórar voru Andrés Ólafsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, og Gísli Kjartansson, fv. bæjarfulltrúi f Borgarnesi, og fundarritarar oddvitarnir Einar Ole Pedersen í Álftaneshreppi og Jó- hann Pétursson í Fellsstrandar- hreppi. Aö lokinni fundarsetningu fluttu ávörp þeir Þóröur Skúlason, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenzkra sveitarfélaga, og Alexander Stef- ánsson, þáv. fyrsti þingmaöur Vesturlands. Skýrslur um störf síöasta árs fluttu þeir Jón Böövarsson, fráfar- andi formaöur SSV, Guöjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjóri, Jón Pálsson, iðnráðgjafi, og Ingvar Ingvarsson, bæjarfulltrúi á Akra- nesi, formaöur endurskoðunar- nefndar samtakanna. Þá kynnti Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, undirbúningsvinnu vegna jaröganga undir Hvalfjörð. Stjórn SSV I stjórn samtakanna til eins árs voru kosin Eyjólfur Torfi Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Borgarnesi, sem er formaöur, bæjarfulltrúarnir Steinunn Siguröardóttir og Sigur- björg Ragnarsdóttir á Akranesi og Sveinn Þór Elínbergsson í Ólafsvík og oddvitarnir Magnús B. Jónsson í Andakílshreppi, Ólafur Guö- mundsson í Hvítársíðuhreppi og Ólafur Gunnarsson í Saurbæjar- hreppi. Kosnir voru jafnmargir varamenn svo og tveir endurskoð- endur og tveir til vara. í atvinnumálanefnd og sam- göngumálanefnd voru kjörnir fimm fulltrúár í hvora, sjö fulltrúar í fræðsluráð Vesturlands og fjórir á ársfund Landsvirkjunar. Stuóningur við Farskóla Vesturlands Geröar voru ályktanir um Fjöl- brautaskóla Vesturlands og Hér- aðsskólann í Reykholti og lýst yfir stuöningi viö þá starfsemi, sem þegar var hafin á vegum Farskóla Vesturlands. Hvatt var til þess, aö sú starfsemi yröi efld. SSV í ný húsakynni Aö kvöldi fyrri fundardagsins var fundarmönnum kynnt nýtt skrif- stofuhúsnæði samtakanna aö Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. Stjórn SSV hafði þar móttöku, þar sem flutt voru nokkur ávörp og samtök- unum gefnar góöar gjafir. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.