Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 8
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR Margt aö spjalla. Fremst viö vinstri brún er ingvar Viktorsson I Hafnarfiröi, þá ingvar tngvarsson á Akranesi, Þóröur Skúlason, framkvæmdastjóri sambandsins, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, bæjarritari í Hafnarfiröi, og Einar Oddur Kristjánsson. Hié á fundi fuiitrúaráösins og tekiö upp léttara hjal. Hér ræöast viö Gisli Gislason, bæjarstjóri á Akranesi, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Einar Oddur Kristjánsson, formaöur VSÍ, og Ingvar Viktorsson, formaöur bæjarráös í Hafnarfiröi. Útgáfu-, kynningar- og fræðslumál Páll Guðjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, gerði á fundinum grein fyrir niöurstöðum nefndar, er stjórn sambandsins haföi komið á fót til þess að gera úttekt á útgáfu-, kynningar- og fræöslumálum sambandsins. í nefndinni áttu sæti ásamt honum þau Guömundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri. Hafði Sigríður orö fyrir áliti útgáfu- og fræðslunefnd- ar fundarins, sem lagði til, að fulltrúaráðið féllist í meginatriðum á tillögur nefndarinnar, en vísaði þeim til stjórnar sambandsins til nánari útfærslu. Var þaö samþykkt. í tillögum nefndarinnar er m.a. lagt til, að sambandið hefji útgáfu fréttabréfs, sem tengist sérstaklega stjórnarfundum. Ný stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga Á fundinum voru kjörnir fjórir aðalmenn og fjórir til vara í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga til fjögurra ára. Aðalmenn í stjórnina voru kjörnir Jón G. Tómasson, borgarritari í Reykjavík, Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, Sigríöur Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og Kristján Magnússon, hreppsnefndarfulltrúi í Vopnafjaröarhreppi. Félagsmálaráðherra skipar fimmta stjórnarmanninn, sem jafnframt er formaður stjórnarinnar. Hann er Freyr Ófeigsson, fyrrv. bæjarfulltrúi á Akureyri, og fv. stjórn- armaöur í sambandinu. Sem varamenn aðalfulltrúa I sömu röö voru kjörnir Bryndís Brynjólfsdóttir, formaður bæjarráös á Selfossi, Ingvar Viktorsson, formaður bæjarráös í Hafnarfirði, Guðmundur H. Sigurðsson, oddviti Hvammstanga- hrepps, og séra Jón Einarsson, oddviti Hvalfjarðar- strandarhrepps. Varamaöur formanns er Kristján L. Möller, forseti bæjarstjórnar Siglufjaröar. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, var kosinn endurskoðandi Lánasjóös og varamaður hans Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakka- hrepps. Ráðgjafarnefnd um Tölvuþjónustu sveitarfé- laga í stað stjórnar A fundinum var samþykkt svofelld tillaga, sem stjórn sambandsins lagöi fyrir fulltrúaráðið og formaður mælti fyrir: „Stjórn sambandsins telur nauðsynlegt, að tryggð verði náin tengsl hennar og Tölvuþjónustu sveitarfé- laga. Stjórnin leggur því til við fulltrúaráðið, að stjórn Tölvuþjónustu sveitarfélaga verði framvegis í hönd- um stjórnar sambandsins, en ekki sérstakrar stjórnar, kosinnar á fulltrúaráðsfundi." í framhaldi þessarar samþykktar hefur stjórnin kosið þá Pál Guðjónsson, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, Krist- ján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Dalvík, og Kristján Magnússon, hreppsnefndarfulltrúi í Vopnafjaröar- hreppi, í ráðgjafarnefnd stjórnarinnar um málefni Tölvuþjónustu sveitarfélaga. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.