Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 21
SKJALAVARZLA LÖG OG REGLUGERÐIR ER VARÐA SKJALAMÁL Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður Fá lög varðandi skjalamál Hér á eftir verður fjallað stuttlega um íslenzk lög og reglugerðir varðandi skjöl, skjalasöfn og geymslutíma skjala. Umfjöllun þessari er ekki ætlað að vera á nokkurn hátt tæmandi, heldur að- eins að kynna helztu lög á þessu sviði. Ekki er í íslenzkum lögum um auðugan garð að gresja í þessum efnum, sérstaklega ekki í sam- bandi við skjalastjórn og grisjun, enda eru það tiltölulega ný hugtök, sem lítið hafa náð inn í lög ennþá. í mörgum löndum, þar sem skjala- og upplýsingastjórn hefur náð lengra en hér, hafa verið sett mörg og ítarleg lög varðandi skjöl og varðveizlu upplýsinga. Dæmi um það eru Bandaríkin, en þar munu vera í gildi um 3.000 lög, er varða skjöl og upplýsingar. Ef til vill er sá fjöldi ekki beint til fyrir- myndar, en fslendingar gætu þó tekið sig á í þessum efnum. Lög um umbúnað skjala Þegar minnzt er á skjöl í ís- lenzkum lögum, er algengast, að verið sé að fjalla um, hvers konar skjöl, pappírsgerðir og bækur sé löglegt að nota, t.d. við bókhald og ýmiss konar færslur, og hvernig frágangi þeirra og umbúnaði skuli háttað. Oft eru tilgreindar ákveðnar geröir eða stæröir af pappír og jafnvel með ákveðnum eiginleikum, svo sem með góðri endingu. Dæmi um slíkt er í þing- lýsingalögum nr. 39 frá 1978. Þar kemur m.a. fram, að: „Sá, sem beiðist þinglýsingar, skal afhenda dómara skjal í tvíriti, frumriti og samriti. Það eintak, sem dómara er ætlað, skal vera ritað á haldgóðan pappír, sem dómsmálaráðuneytið hefur löggilt íþessu skyni." (5. gr.) Ennfremur segir: „Bækur þessar skulu allar vera lausblaðabækur, en heimilt er þó að hafa þær í spjaldskrárformi. Dómsmálaráðuneytið ákveður nánari tilhögun þeirra. Einnig get- ur ráðuneytið ákveðið, að tölvu- tækni skuli beitt við skráningu þeirra upplýsinga, sem þinglýs- ingabækur geyma..." (8. gr.) Annað dæmi um ákveðnar regl- ur í sambandi við skjalaumbúnað er í reglugerð um bókhald nr. 417 frá 1982. Þar kemur m.a. fram, að bókhaldsskyldum aðilum er heimilt að nota laus kort, blöð eða önnur hjálpargögn í stað innbundinna bóka. Þetta er þó því skilyrði háð, að þessi gögn séu hluti af skipu- legu og öruggu kerfi. Þó veröa sjóðsbók og efnahagsbók aö vera fyrirfram innbundnar eða heftar og tölusettar. (1. gr.) Me&ferb og geymsla virkra skjala í lögunum eru einnig oft reglur í sambandi við meðferð og geymslu á skjölum í stofnunum, bæði á meðan þau eru í notkun pg eftir að síðustu færslu lýkur. f þinglýs- ingalögunum nr. 39 frá 1978 er dæmi um þetta, en þar eru bein ákvæði um meðferð þinglýsinga- skjalanna. Þar segir m.a.: „Þau eintök þinglýstra skjala, sem þinglýsingardómari heldur eftir, skulu geymd í sérstökum skjalahylkjum, og ákveður dóms- málaráðuneytið gerð þeirra. Þeg- ar skjali er aflýst, skal nema það úr skjalahylki og leggja það í skjala- safn dómara og síðar til annarra skjalasafna eftir því, sem lög mæla. "(10. gr.) Einnig kemur fram, að með reglugerö megi ákveða, að sér- stakri tækni skuli beitt við vörzlu skjala, svo sem með myndun skjala á míkrófilmur. Þó er tekið fram, að takmarka megi vörzlu skjala með slíkum hætti viö ákveðnar tegundir skjala. (10. gr.) Þetta kemur einnig fram í reglu- gerðinni um bókhald, sem áður var minnzt á. Þar segir t.d., að við gerð ársreikninga skuli nákvæm og fúllkomin lokun fara fram á hverjum bókhaldsreikningi, og skuli þeim síðan raðað í skipulega röð og þeir innbundnir, heftir eða á annan hátt lagðir í geymslubindi. (2. og 3. gr.) Geymslutími skjala Það eru með öðrum orðum til nokkuð ákveðin lög hér á landi um, hvers konar pappír og bækur skuli nota í fyrirtækjum og stofnunum. í lögunum eru líka í ýmsum tilvikum 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.