Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 66
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA
Guömundur
Bjarnason bæjar-
stjóri í Neskaupstað
Guömundur
Bjarnason, for-
maður bæjarráös
Neskaupstaöar,
hefur verið ráöinn
bæjarstjóri í Nes-
kaupstað frá 31.
marz.
Guðmundur er
fæddur í Neskaupstað 17. júlí
1949,-og eru foreldrar hans Lára
Halldórsdóttir og Bjarni Guð-
mundsson.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum að Laugarvatni
1969 og BA-prófi í almennum
þjóðfélagsfræðum frá Háskóla ís-
lands árið 1975.
Guðmundur starfaði sem kenn-
ari við Gagnfræðaskólann i Nes-
kaupstað frá 1973 til 1977, en hóf
þá störf hjá Síldarvinnslunni hf. í
Neskaupstað. Þar starfaði hann,
unz hann tók við starfi bæjarstjóra.
Síðustu árin gegndi hann starfi
starfsmannastjóra.
Guðmundur er kvæntur Klöru
ívarsdóttur, bæjarbókara í Nes-
kaupstað, og eiga þau tvö börn.
Ingunn St. Svavars-
dóttir sveitarstjóri
Öxarfjarðarhrepps
Ingunn St.
Svavarsdóttir, fv.
oddviti Prest-
hólahrepps, hef-
ur verið ráðin
sveitarstjóri hins
nýja Öxarfjarðar-
hrepps frá 1.
marz.
Ingunn er fædd 23. janúar 1951
á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði,
og eru foreldrar hennar Kristbjörg
Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi á Land-
spítalanum í Reykjavík, og Svavar
Stefánsson, fv. mjólkurbússtjóri
og núv. deildarstjóri hjá Sól hf.
Ingunn lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1971 og BA-prófi í sálarfræöum við
Háskóla íslands 1978 og jafnframt
í uppeldisfræði til kennsluréttinda.
Síöan útskrifaðist hún sem sál-
fræöingur frá Gautaborgarháskóla
1981. Jafnhliða og að námi loknu
sótti hún ýmis námskeið, aöallega
á sviði sálarfræði.
Hún hefur starfaö á geðdeildum,
hótelum, í skólum og hjá Dagvist
barna í Reykjavík og var fyrsti
heilsugæzlusálfræöingurinn á
landinu við heilsugæzlustöðina á
Kópaskeri og á Raufarhöfn og
sinnti því starfi, unz hún varð odd-
viti Presthólahrepps í júlí 1988. Þá
varð hún jafnframt framkvæmda-
stjóri sveitarfélagsins.
Hún hefur átt sæti í stjórn Fjórð-
ungssambands Norðlendinga frá
1988 og verið formaður þess frá
1990.
Eiginmaöur Ingunnar er Sigurð-
ur Halldórsson, heilsugæzlulæknir
á Kópaskeri, og eiga þau þrjú
börn.
Pétur Þór Jónasson
sveitarstjóri
Eyjafjarðarsveitar
Pétur Þór Jón-
asson, ráðunaut-
ur hjá Búnaðarfé-
lagi íslands, hefur
verið ráðinn fyrsti
sveitarstjóri Eyja-
fjarðarsveitar.
Pétur Þór er
fæddur 9. maí
1952, og eru foreldrar hans Anna
Jósafatsdóttir, sem er látin, og
Jónas Pétursson, fv. alþingismað-
ur.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
áriö 1972, kandídatsprófi (B. Sc.)
frá Búvísindadeildinni á Hvanneyri
1977 og M. Sc.-prófi í landbúnað-
arverkfræði frá tæknideild búnað-
arháskólans í Uppsölum í Svíþjóð
1983. Samhliða námi þar starfaði
hann aö rannsóknum við tækni-
deild skólans.
Pétur var ráðunautur hjá Búnað-
arsambandi Austurlands frá 1. júlí
1977 til 15. febrúar 1979, kennari
við búvísindadeild Bændaskólans
á Hvanneyri frá 1. des 1982 til 31.
ágúst 1984 og vann jafnframt aö
rannsóknum hjá bútæknideild
Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins þar. Hann varö ráöunautur
við tölvudeild Búnaðarfélags ís-
lands 1. september 1984 og for-
stööumaður deildarinnar voriö
1986. Samhliða starfi var hann
stundakennari og prófdómari við
búvísindadeild Bændaskólans á
Hvanneyri. Sumarið 1989 fór hann
til námsdvalar í Svíþjóð, þar sem
hann kynnti sér verkefnastjórnun
og upplýsingatækni í landbúnaði.
Hann sat sem fulltrúi Búnaðarfé-
lags íslands í kjararáði Félags ís-
lenzkra náttúrufræðinga frá 1988
til 1990.
Kona Péturs er Freyja Magnús-
dóttir, hjúkrunarfræðingur og Ijós-
móðir, og eiga þau tvær dætur.
Fyrir átti Pétur son.
Asgeir Magnússon
til Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar
Ásgeir Magn-
ússon, sem verið
hefur bæjarstjóri
í Neskaupstaö
frá árinu 1984,
hefur tekið við
starfi fram-
kvæmdastjóra
lönþróunarfélags
Eyjafjarðar frá 1. apríl sl., en Sig-
uröur P. Sigmundsson lét af störf-
um þar um sl. áramót.
Ásgeir var kynntur í Sveitar-
stjórnarmálum í 4. tbl. 1983, er
hann var ráðinn iönráðgjafi á
Austurlandi. Hann er fæddur 3.
marz 1950 og því 41 árs að aldri.
Hann er rafmagnstæknifræðingur
frá Tækniháskólanum í Árósum í
Danmörku.
Kona Ásgeirs er Ásthildur Lár-
usdóttir, tækniteiknari, og eiga
þau þrjú börn.
128