Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 66
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Guömundur Bjarnason bæjar- stjóri í Neskaupstað Guömundur Bjarnason, for- maður bæjarráös Neskaupstaöar, hefur verið ráöinn bæjarstjóri í Nes- kaupstað frá 31. marz. Guðmundur er fæddur í Neskaupstað 17. júlí 1949,-og eru foreldrar hans Lára Halldórsdóttir og Bjarni Guð- mundsson. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1969 og BA-prófi í almennum þjóðfélagsfræðum frá Háskóla ís- lands árið 1975. Guðmundur starfaði sem kenn- ari við Gagnfræðaskólann i Nes- kaupstað frá 1973 til 1977, en hóf þá störf hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað. Þar starfaði hann, unz hann tók við starfi bæjarstjóra. Síðustu árin gegndi hann starfi starfsmannastjóra. Guðmundur er kvæntur Klöru ívarsdóttur, bæjarbókara í Nes- kaupstað, og eiga þau tvö börn. Ingunn St. Svavars- dóttir sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps Ingunn St. Svavarsdóttir, fv. oddviti Prest- hólahrepps, hef- ur verið ráðin sveitarstjóri hins nýja Öxarfjarðar- hrepps frá 1. marz. Ingunn er fædd 23. janúar 1951 á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði, og eru foreldrar hennar Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi á Land- spítalanum í Reykjavík, og Svavar Stefánsson, fv. mjólkurbússtjóri og núv. deildarstjóri hjá Sól hf. Ingunn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1971 og BA-prófi í sálarfræöum við Háskóla íslands 1978 og jafnframt í uppeldisfræði til kennsluréttinda. Síöan útskrifaðist hún sem sál- fræöingur frá Gautaborgarháskóla 1981. Jafnhliða og að námi loknu sótti hún ýmis námskeið, aöallega á sviði sálarfræði. Hún hefur starfaö á geðdeildum, hótelum, í skólum og hjá Dagvist barna í Reykjavík og var fyrsti heilsugæzlusálfræöingurinn á landinu við heilsugæzlustöðina á Kópaskeri og á Raufarhöfn og sinnti því starfi, unz hún varð odd- viti Presthólahrepps í júlí 1988. Þá varð hún jafnframt framkvæmda- stjóri sveitarfélagsins. Hún hefur átt sæti í stjórn Fjórð- ungssambands Norðlendinga frá 1988 og verið formaður þess frá 1990. Eiginmaöur Ingunnar er Sigurð- ur Halldórsson, heilsugæzlulæknir á Kópaskeri, og eiga þau þrjú börn. Pétur Þór Jónasson sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar Pétur Þór Jón- asson, ráðunaut- ur hjá Búnaðarfé- lagi íslands, hefur verið ráðinn fyrsti sveitarstjóri Eyja- fjarðarsveitar. Pétur Þór er fæddur 9. maí 1952, og eru foreldrar hans Anna Jósafatsdóttir, sem er látin, og Jónas Pétursson, fv. alþingismað- ur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð áriö 1972, kandídatsprófi (B. Sc.) frá Búvísindadeildinni á Hvanneyri 1977 og M. Sc.-prófi í landbúnað- arverkfræði frá tæknideild búnað- arháskólans í Uppsölum í Svíþjóð 1983. Samhliða námi þar starfaði hann aö rannsóknum við tækni- deild skólans. Pétur var ráðunautur hjá Búnað- arsambandi Austurlands frá 1. júlí 1977 til 15. febrúar 1979, kennari við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri frá 1. des 1982 til 31. ágúst 1984 og vann jafnframt aö rannsóknum hjá bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnað- arins þar. Hann varö ráöunautur við tölvudeild Búnaðarfélags ís- lands 1. september 1984 og for- stööumaður deildarinnar voriö 1986. Samhliða starfi var hann stundakennari og prófdómari við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Sumarið 1989 fór hann til námsdvalar í Svíþjóð, þar sem hann kynnti sér verkefnastjórnun og upplýsingatækni í landbúnaði. Hann sat sem fulltrúi Búnaðarfé- lags íslands í kjararáði Félags ís- lenzkra náttúrufræðinga frá 1988 til 1990. Kona Péturs er Freyja Magnús- dóttir, hjúkrunarfræðingur og Ijós- móðir, og eiga þau tvær dætur. Fyrir átti Pétur son. Asgeir Magnússon til Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar Ásgeir Magn- ússon, sem verið hefur bæjarstjóri í Neskaupstaö frá árinu 1984, hefur tekið við starfi fram- kvæmdastjóra lönþróunarfélags Eyjafjarðar frá 1. apríl sl., en Sig- uröur P. Sigmundsson lét af störf- um þar um sl. áramót. Ásgeir var kynntur í Sveitar- stjórnarmálum í 4. tbl. 1983, er hann var ráðinn iönráðgjafi á Austurlandi. Hann er fæddur 3. marz 1950 og því 41 árs að aldri. Hann er rafmagnstæknifræðingur frá Tækniháskólanum í Árósum í Danmörku. Kona Ásgeirs er Ásthildur Lár- usdóttir, tækniteiknari, og eiga þau þrjú börn. 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.