Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 9
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR Hádegisverðarerindi um skógræktarmál Hulda Valtýsdóttir, formaöur Skógræktarfélags fs- lands, flutti, meöan hádegisverður var snæddur, erindi um sveitarfélögin og skógræktarmál. Hún gerði grein fyrir landgræðsluskógaátakinu, sem hófst á síðasta ári, og boðaði framhald þess í ár. Fyrir hönd Skóg- ræktarfélags íslands bauð hún sveitarfélögunum samstarf um skógræktarmálefni. Skýrsla formanns Störf fulltrúaráðsfundarins voru aö öðru leyti meö heföbundnum hætti. Formaður sambandsins, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, setti fundinn með ræðu og flutti skýrslu um starfsemi sambandsins 1990-1991, sem lögö var fram prentuð á fundinum. Vilhjálmur ræddi mikilvægi sjálfsforræðis sveitarfélaga og varaöi við forræðishyggju af hálfu ríkisvaldsins. Hann fjallaði um tekjustofna sveitarfélaga, hugmyndir um breyting- ar á aðstöðugjaldi og sagði frá viðræðum við fulltrúa vinnumarkaðarins um álagningu gjalda sveitarfélaga. Síðan ræddi hann um fjárhagsstöðu sveitarfélaga og hlutverk sambandsins varðandi fjármál sveitarfélaga, tekjustofnalög, virðisaukaskatt og áhrif verkaskipta- laganna. Vilhjálmur nefndi áhrif nýrra laga um leikskóla og grunnskóla, sem leggja fjárhagslegar kvaðir á herðar sveitarfélaga. Ennfremur nýjar kvaðir í umhverfismál- um. Loks kynnti formaður tillögu stjórnar um Tölvu- þjónustu sveitarfélaga, sem sagt er frá annars staðar. Skýrsla stjórnar var samþykkt á fundinum svo og ársreikningar sambandsins fyrir árið 1990 og fjár- hagsáætlun fyrir árið 1991, sem Birgir L. Blöndal, að- stoöarframkvæmdastjóri, kynnti. Avarp félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, flutti ávarp og ræddi ýmis mál, sem verið heföu til umfjöll- unar í félagsmálaráðuneytinu, svo sem lög um félags- Þrír íbyggnir að vestan, Haraldur L. Haraldsson á ísafirði, Björn Gislason, oddvili á Patreksfirði, og Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri. Myndirnar frá fundinum tók Gunnar G. Vigfússon. þjónustu sveitarfélaga, lög um búseturétt og lög um húsnæðissamvinnufélög. Reglugerð um félagslegar íbúðir og fleira hefur verið gefin út og send sveitarfé- lögunum og húsnæðisnefndum. Hún greindi frá fram- kvæmdaáætlun um íbúðir aldraðra og endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga og lagði áherzlu á, að sveitarfélögin fengju jafngildan tekjustofn í staðinn, ef aðstööugjald yrði lagt niður. Að lokum gat Jóhanna þess, aö hún hefði setið alla fulltrúaráðsfundi sam- bandsins í ráðherratíð sinni. Avarp forseta bæjarstjórnar Hafnarfjar&ar Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar, bauð fulltrúaráðsmenn velkomna til fundar I Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þá ræddi hún um tekjustofna og lagði áherzlu á sjálfsforræði sveitarfélaga. Fundarstjórar á fundinum voru Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður sambandsins, og Ingvar Viktors- son, varaformaður þess, en hann er formaður bæjar- ráðs Hafnarfjarðarbæjar. Ritari var kosinn Guðmundur H. Sigurðsson, oddvita Hvammstangahrepps, og honum til aðstoðar var Unnar Stefánsson, ritstjóri. Samráb um eflingu atvinnulífs Er formaður sambandsins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, sleit fundi, skýrði hann frá því, að munnlegt sam- komulag hefði orðið milli sín og formanna ASÍ og VSÍ, sem á fundinum voru, um, að þessi samtök og Sam- band íslenzkra sveitarfélaga tilnefndu hvert sinn full- trúann til þess aö ræða, hvernig þau gætu unnið saman til eflingar atvinnumálum. Að kvöldi fundardagsins haföi félagsmálaráöherra móttöku fyrir fundarmenn í veitingahúsinu Skútunni, og bæjarstjórn Hafnarfjaröar bauð síðan til kvöldverðar- hófs á sama staö. 71

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.