Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 9
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR Hádegisverðarerindi um skógræktarmál Hulda Valtýsdóttir, formaöur Skógræktarfélags fs- lands, flutti, meöan hádegisverður var snæddur, erindi um sveitarfélögin og skógræktarmál. Hún gerði grein fyrir landgræðsluskógaátakinu, sem hófst á síðasta ári, og boðaði framhald þess í ár. Fyrir hönd Skóg- ræktarfélags íslands bauð hún sveitarfélögunum samstarf um skógræktarmálefni. Skýrsla formanns Störf fulltrúaráðsfundarins voru aö öðru leyti meö heföbundnum hætti. Formaður sambandsins, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, setti fundinn með ræðu og flutti skýrslu um starfsemi sambandsins 1990-1991, sem lögö var fram prentuð á fundinum. Vilhjálmur ræddi mikilvægi sjálfsforræðis sveitarfélaga og varaöi við forræðishyggju af hálfu ríkisvaldsins. Hann fjallaði um tekjustofna sveitarfélaga, hugmyndir um breyting- ar á aðstöðugjaldi og sagði frá viðræðum við fulltrúa vinnumarkaðarins um álagningu gjalda sveitarfélaga. Síðan ræddi hann um fjárhagsstöðu sveitarfélaga og hlutverk sambandsins varðandi fjármál sveitarfélaga, tekjustofnalög, virðisaukaskatt og áhrif verkaskipta- laganna. Vilhjálmur nefndi áhrif nýrra laga um leikskóla og grunnskóla, sem leggja fjárhagslegar kvaðir á herðar sveitarfélaga. Ennfremur nýjar kvaðir í umhverfismál- um. Loks kynnti formaður tillögu stjórnar um Tölvu- þjónustu sveitarfélaga, sem sagt er frá annars staðar. Skýrsla stjórnar var samþykkt á fundinum svo og ársreikningar sambandsins fyrir árið 1990 og fjár- hagsáætlun fyrir árið 1991, sem Birgir L. Blöndal, að- stoöarframkvæmdastjóri, kynnti. Avarp félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, flutti ávarp og ræddi ýmis mál, sem verið heföu til umfjöll- unar í félagsmálaráðuneytinu, svo sem lög um félags- Þrír íbyggnir að vestan, Haraldur L. Haraldsson á ísafirði, Björn Gislason, oddvili á Patreksfirði, og Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri. Myndirnar frá fundinum tók Gunnar G. Vigfússon. þjónustu sveitarfélaga, lög um búseturétt og lög um húsnæðissamvinnufélög. Reglugerð um félagslegar íbúðir og fleira hefur verið gefin út og send sveitarfé- lögunum og húsnæðisnefndum. Hún greindi frá fram- kvæmdaáætlun um íbúðir aldraðra og endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga og lagði áherzlu á, að sveitarfélögin fengju jafngildan tekjustofn í staðinn, ef aðstööugjald yrði lagt niður. Að lokum gat Jóhanna þess, aö hún hefði setið alla fulltrúaráðsfundi sam- bandsins í ráðherratíð sinni. Avarp forseta bæjarstjórnar Hafnarfjar&ar Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar, bauð fulltrúaráðsmenn velkomna til fundar I Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þá ræddi hún um tekjustofna og lagði áherzlu á sjálfsforræði sveitarfélaga. Fundarstjórar á fundinum voru Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður sambandsins, og Ingvar Viktors- son, varaformaður þess, en hann er formaður bæjar- ráðs Hafnarfjarðarbæjar. Ritari var kosinn Guðmundur H. Sigurðsson, oddvita Hvammstangahrepps, og honum til aðstoðar var Unnar Stefánsson, ritstjóri. Samráb um eflingu atvinnulífs Er formaður sambandsins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, sleit fundi, skýrði hann frá því, að munnlegt sam- komulag hefði orðið milli sín og formanna ASÍ og VSÍ, sem á fundinum voru, um, að þessi samtök og Sam- band íslenzkra sveitarfélaga tilnefndu hvert sinn full- trúann til þess aö ræða, hvernig þau gætu unnið saman til eflingar atvinnumálum. Að kvöldi fundardagsins haföi félagsmálaráöherra móttöku fyrir fundarmenn í veitingahúsinu Skútunni, og bæjarstjórn Hafnarfjaröar bauð síðan til kvöldverðar- hófs á sama staö. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.