Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 19
MENNINGARMÁL 3. Fornleifaskráning er nauðsynleg vegna skipulags- vinnu og hvers konar framkvæmda og getur komið í veg fyrir, að merkilegar minjar séu eyðilagðar af slysni eða þekkingarskorti. 4. Friðlýsing fornleifa verður að grundvallast á fag- legu mati og úrvali minja í hverju sveitarfélagi fyrir sig. 5. Fornleifaskrá gefur ótal möguleika til hvers konar samanburðarrannsókna á sviði menningarsögu og byggðarþróunar. Skráningarstarfib Fornleifaskráning skiptist í þrjá verkþætti: 1. Forvinnu, sem felst í söfnun ritaðra heimilda um minjar, að senda út spurningaskrár og afla stað- kunnugra heimildarmanna. 2. Vettvangsrannsókn, sem er hin eiginlega skrán- ing. Hún fer þannig fram, að skrásetjari fer skipu- lega um viðkomandi svæði og skráir hverja rúst í skráningarbók, gefur henni númer í heildarskrán- ingarkerfi og gerir af henni lauslegan uppdrátt. í skráningarbók eru einnig færðar aðrar upplýsing- ar, svo sem lega í landslagi, staðhættir, tegund, ástand og minjagildi minjar. Skrifuð er lýsing á rústinni, greint frá munnmælum eöa sögum, sem tengjast henni (ef einhverjar eru) og heimildar- mönnum að þeim (2. mynd). Skráðar minjar eru merktar inn á loftmyndir eða nákvæmustu fáanleg kort af viðkomandi svæði. 3. Úrvinnslu. Að lokinni vettvangsrannsókn þarf að vinna úr gögnum, sem safnað hefur verið, og koma þeim á framfæri í fjölritaöri fornleifaskrá. Því miður hefur enn ekki verið hægt að ganga frá slíkri úrvinnslu á fullnægjandi hátt vegna fjárskorts. Flokkun minja Einfalt flokkunarkerfi hefur verið notað til þess aö flokka minjar eftir áætluðum aldri og minjagildi. Þær eru fyrst flokkaðar á staðnum. Ræöst flokkunin af mati skrásetjara, t.d. á ástandi og áætluðum aldri. í úrvinnslu er flokkunin endurmetin með tilliti til heildar- innar. Minjum er skipt í þrjá aðalflokka eftir metnu minja- gildi (A-C) og fjóra undirflokka eftir áætluðum aldri þeirra (1-4). A-flokkur er sá, sem mest minjagildi hefur, og ber að reyna að varöveita þær minjar, sem þangað flokk- ast. B-flokkur. I þann flokk fara t.d. minjar, sem lítiö er vitaö um, en eru forvitnilegar og slæmt væri að glata, án þess að frekari könnun væri gerð fyrst. C-flokkur. Hér flokkast minjar, sem ekki hafa neitt sérstakt minjagildi. Aldur skráðra minja er lauslega áætlaður og þan- nig reynt að greina á milli þess, hvort um er að ræða minjar frá heiðni, fyrir eða eftir siðaskipti eða frá 19. öld og síöar. Tölustafur er látinn tákna viðkomandi tímabil: 1 táknar tímabilið 2 táknar tímabilið 3 táknar tímabilið 4 táknar tímabilið 870-1000. 1000-1550. 1550-1800. 1800 og yngra. B2 táknar þannig rúst, sem gæti verið frá miðöldum og þyrfti að kanna betur. (3. mynd) Skráningarstarfið er mjög misjafnt að umfangi. Fer þaö eftir aöstæðum á hverjum stað, svo sem stærð sveitarfélags, dreifingu og fjölda minja og hve að- gengilegar þær eru. Góðir heimildarmenn flýta mjög fyrir og eru mjög mikilvægir. Gera má ráð fyrir, að undirbúningsvinna taki 1-2 mánuði og úrvinnsla þrjá mánuði. Þar að auki má reikna með, aö vett- vangskönnun taki 2 fornleifafræðinga um tvo til fjóra mánuði, þannig að um er að ræða frá 6-12 mánaða vinnu fyrir hvert sveitarfélag eftir atvikum. 3. mynd. „Blóthúsrúst" í landi Þyrits, Hvalfirði. Dæmi um kort byggt á fornieifaskráningu eins manns. Mæiing og teikning: Guðmundur Ólafsson. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.