Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 32
STJÓRNSÝSLA Sala á orkuíyrirtækjum Siglfirðinga Björn Valdimarsson, bæjarstjóri Mjög erfiö fjárhagsstaða Siglu- fjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans var ástæða þess, að bæjar- stjórn ákvaö að kanna til hlítar möguleika á því að lækka skuldir meö því að selja orkufyrirtæki bæj- arsjóðs. Eftir ítarlega könnun á möguleikum þar að lútandi skipaði bæjarstjórn fjögurra manna nefnd á fundi sínum 4. desember 1990, sem hafði það hlutverk að taka upp viöræöur við Rafmagnsveitur ríkis- ins um kaup á Skeiðsfossvirkjun, háspennulínu frá virkjun til Siglu- fjarðar, dreifikerfi rafveitu á Siglu- firöi og Hitaveitu Siglufjarðar. Nefndin hafði heimild til að ræða sölu á einstökum eða öllum ein- ingum orkufyrirtækjanna. Að auki var nefndarmönnum falið það hlut- verk að ræða viö ríkisvaldiö um uppgjör á fjármálum orkufyrirtækj- anna við ríkissjóð fyrir sölu. Rarik kaupir bæ&i rafveitu og hitaveitu Niðurstaða viðræöna fulltrúa bæjarins og Rarik var, aö Raf- magnsveitumar keyptu allar eignir orkufyrirtækjanna og tækju þar með við allri orkusölu á Siglufirði. Báðir aöilar voru sammála um, að hagkvæmara væri að samreka raf- veitu og hitaveitu á Siglufirði, og í því sambandi má nefna, aö hluti af fasteignum í bænum er nú þegar hitaður meö raforku. Auk þess var þaö sameiginleg niðurstaöa, að á þann hátt nýttust þekking og eignir fyrirtækjanna bezt, enda hafði bæjarsjóður rekið þau undir sömu stjórn. Samhliða þessu náðust samn- ingar milli bæjarsjóös og ríkissjóös um uppgjör á fjármálum milli þeir- ra. Samningarnir milli ríkis- og bæjarsjóös og Rarik og bæjarsjóös voru báöir samþykktir í bæjarstjórn Siglufjarðar með niu samhljóöa at- kvæöum. Söluverð allra eignanna var 450 milljónir króna, og var það greitt með yfirtöku skulda, sem hvíldu á orkufyrirtækjunum og bæjarsjóöi. Samningar voru undirritaðir í byrj- un apríl, og 20. þess mánaðar yfir- tók Rarik rekstur fyrirtækjanna. Eðlileg þróun í orkumálum Þó að slæm fjárhagsstaða hafi veriö kveikjan aö umræðum um sölu fyrirtækjanna og að Ijóst sé, að ýmsum bæjarbúum þykir eftir- sjá í þeim, eru þessar breytingar að mínu mati liður í eölilegri þróun orkumála á Noröurlandi vestra. Rafmagnsveiturnar annast nú raf- orkusölu á öllu svæðinu að Sauð- árkróki einum undanskildum. Auk- inn samrekstur og skýrari verkaskipting hlýtur, þegar fram líða stundir, að skila sér í lægra orkuverði, meira rekstraröryggi og betri þjónustu öllum notendum til góða. Einn aðalávinningur Siglfirðinga er svo stórbætt fjárhagsstaða bæjarsjóös, sem kemur fram í betri þjónustu viö bæjarbúa og meiri framkvæmdum af hálfu bæjarfé- lagsins í náinni framtíð. BDMRG BOMAG er leiöandi íramleiðandi á þjöppum og völturum. Viö eigum eftiríarandi tæki á lager og til afgreiöslu STRAX: ______ VÉLHNALLA 60 og 71 kg. JARÐVEGSÞJÖPPUR 92,137 og 168 kg. VALTARA, 600 kg. Útvegum með skömmum fyrirvara: Allar stæröir af völturum og nýja eöa notaöa S0RPHAUGATR0ÐARA. ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ ! M Ráðgjö f — Sala - Þjónii RKÚR sta Hll Skútuvogur 12A- Reykjavík - S 82530 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.