Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Side 32

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Side 32
STJÓRNSÝSLA Sala á orkuíyrirtækjum Siglfirðinga Björn Valdimarsson, bæjarstjóri Mjög erfiö fjárhagsstaða Siglu- fjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans var ástæða þess, að bæjar- stjórn ákvaö að kanna til hlítar möguleika á því að lækka skuldir meö því að selja orkufyrirtæki bæj- arsjóðs. Eftir ítarlega könnun á möguleikum þar að lútandi skipaði bæjarstjórn fjögurra manna nefnd á fundi sínum 4. desember 1990, sem hafði það hlutverk að taka upp viöræöur við Rafmagnsveitur ríkis- ins um kaup á Skeiðsfossvirkjun, háspennulínu frá virkjun til Siglu- fjarðar, dreifikerfi rafveitu á Siglu- firöi og Hitaveitu Siglufjarðar. Nefndin hafði heimild til að ræða sölu á einstökum eða öllum ein- ingum orkufyrirtækjanna. Að auki var nefndarmönnum falið það hlut- verk að ræða viö ríkisvaldiö um uppgjör á fjármálum orkufyrirtækj- anna við ríkissjóð fyrir sölu. Rarik kaupir bæ&i rafveitu og hitaveitu Niðurstaða viðræöna fulltrúa bæjarins og Rarik var, aö Raf- magnsveitumar keyptu allar eignir orkufyrirtækjanna og tækju þar með við allri orkusölu á Siglufirði. Báðir aöilar voru sammála um, að hagkvæmara væri að samreka raf- veitu og hitaveitu á Siglufirði, og í því sambandi má nefna, aö hluti af fasteignum í bænum er nú þegar hitaður meö raforku. Auk þess var þaö sameiginleg niðurstaöa, að á þann hátt nýttust þekking og eignir fyrirtækjanna bezt, enda hafði bæjarsjóður rekið þau undir sömu stjórn. Samhliða þessu náðust samn- ingar milli bæjarsjóös og ríkissjóös um uppgjör á fjármálum milli þeir- ra. Samningarnir milli ríkis- og bæjarsjóös og Rarik og bæjarsjóös voru báöir samþykktir í bæjarstjórn Siglufjarðar með niu samhljóöa at- kvæöum. Söluverð allra eignanna var 450 milljónir króna, og var það greitt með yfirtöku skulda, sem hvíldu á orkufyrirtækjunum og bæjarsjóöi. Samningar voru undirritaðir í byrj- un apríl, og 20. þess mánaðar yfir- tók Rarik rekstur fyrirtækjanna. Eðlileg þróun í orkumálum Þó að slæm fjárhagsstaða hafi veriö kveikjan aö umræðum um sölu fyrirtækjanna og að Ijóst sé, að ýmsum bæjarbúum þykir eftir- sjá í þeim, eru þessar breytingar að mínu mati liður í eölilegri þróun orkumála á Noröurlandi vestra. Rafmagnsveiturnar annast nú raf- orkusölu á öllu svæðinu að Sauð- árkróki einum undanskildum. Auk- inn samrekstur og skýrari verkaskipting hlýtur, þegar fram líða stundir, að skila sér í lægra orkuverði, meira rekstraröryggi og betri þjónustu öllum notendum til góða. Einn aðalávinningur Siglfirðinga er svo stórbætt fjárhagsstaða bæjarsjóös, sem kemur fram í betri þjónustu viö bæjarbúa og meiri framkvæmdum af hálfu bæjarfé- lagsins í náinni framtíð. BDMRG BOMAG er leiöandi íramleiðandi á þjöppum og völturum. Viö eigum eftiríarandi tæki á lager og til afgreiöslu STRAX: ______ VÉLHNALLA 60 og 71 kg. JARÐVEGSÞJÖPPUR 92,137 og 168 kg. VALTARA, 600 kg. Útvegum með skömmum fyrirvara: Allar stæröir af völturum og nýja eöa notaöa S0RPHAUGATR0ÐARA. ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ ! M Ráðgjö f — Sala - Þjónii RKÚR sta Hll Skútuvogur 12A- Reykjavík - S 82530 94

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.