Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 13
JAFNRÉTTI Þátttaka kvenna í sveitarstjórnum 1960-1990 Anna Margrét Jóhannesdóttir BA í stjórnmálafræði Sveitarstjórnarmál eru stór og mikill efnisþáttur, og takmarkast umræðan hér við þær heimildir, sem fyrir hendi eru, en eru af mjög skornum skammti. Meðfylgjandi töflur voru unnar upp úr Kosninga- handbókum Fjölvíss í sveitarstjórnarkosningum 1962, 1970, 1974, 1978, 1982 og 1986. Einnig eru heimildir fengnar úr Handbók sveitarstjórna, Sveitar- stjórnarmanntali frá hverju kjörtímabili sveitarstjórna 1966-1990. Heimildir um sveitarstjórnarkosningarnar 1990 eru fengnar frá Sambandi íslenzkra sveitarfé- laga og niðurstöður um úrslit kosninganna frá frétta- stofu Ríkisútvarpsins - Sjónvarps. Gerð verður grein fyrir frambjóðendum og kjörnum fulltrúum í bæjum, en heimildir leyfa ekki, að kaup- túnahreppar og hinir fámennari hreppar séu teknir með í umræðuna, nema að litlu leyti. Þegar litið er á landið í heild, kemur í Ijós, að mikið vantar á til aö ná eðlilegri skiptingu kynjanna í sveit- arstjórnum. í sveitarstjórnarkosningunum árið 1962 var kjörinn 1151 aðalfulltrúi í sveitarstjórnum. Þar af voru 11 kon- ur, eða 0,9% fulltrúa. Sé skoðuð skipting milli kaup- staöa, kauptúnahreppa og annarra hreppa, kemur í Ijós, að flestir kjörnir kvenfulltrúar voru í kaupstöðum, eða 3,9% kjörinna fulltrúa, í kauptúnahreppum voru þeir 1,9% og í öðrum hreppum voru aðeins 0,4% kvenfulltrúar af kjörnum fulltrúum. [ kosningunum 1966 jókst hlutur kvenna í sveitar- stjórnum lítillega frá kosningunum 1962, eða í 1,5%. Aukning þessi verður með fjölgun kvenna í stjórnum kauptúnahreppa, en í þeim voru konur 7,6% kjörinna fulltrúa árið 1966. í kosningum 1970 varð enn önnur lítils háttar aukn- ing á kjörnum kvenfulltrúum í bæjarstjórnum; fór hlut- fallið upp í 3,9%, en heildaraukning fyrir landið allt ( sveitarstjórnum fór í 2,4%. Hlutur kvenna í sveitar- stjórnum á íslandi í kringum 1970 var 2,4%, en annars staðar á Norðurlöndum var hlutur kvenna milli 10 og 15% af kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum. Hægfara breytingar áttu sér stað í átt aö aukinni hlutdeild kvenna í sveitarstjórnum, og virðist sá vettvangur að mestu leyti vera í höndum karlmanna. Árið 1974 fer hlutdeild kvenna í sveitarstjórnum upp í 3,6%, og á stærsta breytingin sér stað í bæjar- stjórnunum. Það er ekki fyrr en við sveitarstjórnarkosningarnar 1978, að verulegra breytinga fer aö gæta að því er varðar hlut kvenna í sveitarstjórnum, er konur verða 6,0% kjörinna fulltrúa. Aukningin varð einna helzt í öðrum sveitarfélögum en bæjum og kauptúnahrepp- um, því að þar jókst hlutur kjörinna kvenfulltrúa úr 2,1% 1974 ( 4,8% 1978. Litlar breytingar urðu í Hlutur kvenna í sveitarstjórnarkosningum í kaupstöðum á íslandi 1962-1990 (fr. = frambjóðendur, kj. = kjörnir fulltrúar, vm. = varamenn). Áriö 1962 Alls Fr. Kj. Konur Fr. % Kj. % Vm. % Reykjavík 144 15 31 (21.5) 3 (20,0) 2 (13,3) Kópavogur 72 9 9 (12,5) 1 (11,1) 1 (11,1) Hafnarfjörður 72 9 6 (8,3) 1 (11,1) 1 (11,1) Keflavík 56 7 4 (7.1) 0 (0,0) 1 (14.3) Akranes 56 9 4 (7.1) 0 (0,0) 0 (0,0) ísafjörður 36 9 1 (2,8) 0 (0,0) 0 (0,0) Sauðárkrókur 56 7 5 (8,9) 0 (0,0) 0 (0,0) Siglufjörður 72 9 9 (12,5) 0 (0,0) 0 (0,0) Ólafsfjörður 30 7 0 (0,0) 0 (0,0) 0 (0,0) Akureyri 88 11 9 (10,2) 0 (0,0) 1 (9,0) Húsavík 54 9 9 (16,6) 0 (0,0) 0 (0,0) Seyðisfjöröur 60 9 4 (6,6) 0 (0.0) 1 (11.1) Neskaupstaður 63 9 4 (6,3) 0 (0,0) 0 (0,0) Vestmannaeyjar 72 9 7 (9.7) 0 (0,0) 1 (11,1) Alls 931 128 102 (10,9) 5 (3,9) 8 (7,8) Árið 1966 Fr. Alls Kj. Fr. Konur '% Kj. % Vm. % Reykjavík 96 15 24 (25,0) 1 (6,6) 2 (13,3) Kópavogur 72 9 9 (12.5) 1 (11,1) 0 (0,0) Hafnarfjöröur 90 9 13 (14,4) 0 (0,0) 2 (22,2) Keflavík 54 7 5 (9,3) 1 (14,3) 0 (0,0) Akranes 54 9 8 (14,8) 0 (0,0) 2 (22,2) Isafjörður 72 9 5 (6,9) 0 (0,0) 0 (0,0) Sauðárkrókur 56 7 4 (7,1) 1 (14,3) 0 (0,0) Siglufjörður 72 9 9 (12,5) 1 (20,0) 0 (0,0) Ólafsfjörður 42 7 2 (4,8) 0 (0,0) 0 (0,0) Akureyri 88 11 10 (11,4) 0 (0,0) 1 (9,1) Húsavík 90 9 12 (13,3) 0 (0,0) 0 (0,0) Seyðisfjörður 69 9 3 (4,3) 0 (0,0) 0 (0,0) Neskaupstaöur 63 9 7 (11,1) 0 (0,0) 1 i (11,1) Vestmannaeyjar 68 9 7 (10,3) 0 (0,0) 1 (11,1) Alls 986 130 118 (11,9) 5 (3,8) 9 (6,9) 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.