Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 62
UMHVERFISMÁL Lífrænn úrgangur: Vandamál eáa verðmæti? Stefán Gíslason, sveitarstjóri og líffræðingur Um fátt er meira rætt á þingum sveitarstjórnarmanna en sorphirðu og sorpeyðingu, enda er Ijóst, að ráðast þarf í miklar og kostn- aðarsamar framkvæmdir á næstu árum til að koma þeim málaflokki í viðunandi horf. Sem betur fer er þó hægt aö leysa einstaka þætti þessa vandamáls með einföldum og ódýrum hætti. Til skamms tíma hefur nær öllu sorpi veriö safnað saman ó- flokkuðu og það síðan urðaö eða brennt. Þannig hefur tapazt mikið af lifrænum efnum, bæði úr garð- sorpi og venjulegu heimilissorpi. Þessi efni má auðveldlega end- urnýta til hagsbóta fyrir Móður Jörð og okkur, sem á henni búum. Allan garöúrgang má setja i safnhauga eða safnkassa. Rotnun slíks úrgangs tekur um þrjú ár við íslenzkar aöstæður, og á þeim tíma breytist úrgangurinn í nær- ingarrika gróðurmold. Ætla má, að garðúrgangur sé um 5% af öllum úrgangi, sem til fellur á landinu. í stórum einbýlishúsagarði getur þessi úrgangur jafnvel náð hálfu tonni á ári. Því er Ijóst, aö með nýtingu þessa úrgangs er unnt að minnka verulega það sorp, sem kemur til eyðingar. En þaö er ekki aðeins garð- úrgangur, sem nýtist í safn- kössum. Þar má líka setja margs konar heimilissorp, svo sem flesta matarafganga og jafnvel pappír. Ekki er fráleitt aö ætla, að með þessu móti megi minnka heild- arsorpmagnið um 30%. Umleiðer lagður grunnur aö gróskumikilli garðrækt, auk þess sem þessu fylgir mikill sparnaður fyrir sveit- arfélögin vegna minni sorp- eyðingar. Safnkassar geta verið með ýmsu móti. Þó er yfirleitt mælt með því, að kassarnir séu þriggja hólfa og að hvert hólf sé minnst 1 m á kant. Þá er gert ráð fyrir því, að hvert hólf sé notað í eitt ár, þannig að þegar síðasta hólfið er fullt, sé moldin úr því fyrsta tilbúin til notk- unar. Gæta verður þess, að inni- hald kassanna þorni ekki um of, því að hóflegur raki er nauð- synlegur fyrir rotnunina. Því er rétt að vökva innihaldið annað slagiö. Til að tryggja sem jafnasta rotnun getur einnig verið gott að stinga innihaldið upp um haust og vor, og jafnframt er gott að bæta hús- dýraáburði við úrganginn. Að sjálfsögðu eru ánamaðkar mjög hjálplegir við þessa endur- nýtingarvinnu. Sérsmíöaðir kassar eru alls ekki nauðsynlegir til aö hægt sé að endurnýta lífrænan úrgang. Þar sem aðstæður leyfa, má safna þessum úrgangi í hauga eða grafa hann í gryfjur. Aöalatriðið er að kasta ekki þessum verðmætum á glæ með ærnum tilkostnaði og til- heyrandi mengun. Vel mætti hugsa sér, að sveit- arfélög söfnuðu lífrænum úrgangi frá heimilum, sem ekki nýta hann sjálf, og kæmu honum fyrir til rotn- unar í stórum safnþróm. Með þvi móti væru lögð drög að stórvirkri moldarframleiðslu, en víða um land hefur þéttbýli risið í grýttu umhverfi, þar sem hörgull er á góðri gróðurmold. Fyrirmynd aö safnkassa til moldarframleiöslu. Uppdrátturinn er fenginn úr kynningar- bæklingi, sem garöyrkjudeitd Kópavogsbæjar sendi á öll heimili í bænum á sl. ári og siöan notaöur í „Hreppnum", fréttabréfi Hólmavíkurhrepps, sem nýlega var sent öllum heimilum í þeim hreppi meö áskorun sveitarstjóra til hreppsbúa um aö hefja framleiöslu á gróöurmold i slikum safnkössum. 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.