Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 8
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR
Margt aö spjalla. Fremst viö vinstri
brún er ingvar Viktorsson I
Hafnarfiröi, þá ingvar tngvarsson á
Akranesi, Þóröur Skúlason,
framkvæmdastjóri sambandsins,
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson,
bæjarritari í Hafnarfiröi, og Einar
Oddur Kristjánsson.
Hié á fundi fuiitrúaráösins og tekiö upp
léttara hjal. Hér ræöast viö Gisli
Gislason, bæjarstjóri á Akranesi,
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Einar
Oddur Kristjánsson, formaöur VSÍ, og
Ingvar Viktorsson, formaöur bæjarráös í
Hafnarfiröi.
Útgáfu-, kynningar- og fræðslumál
Páll Guðjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, gerði á
fundinum grein fyrir niöurstöðum nefndar, er stjórn
sambandsins haföi komið á fót til þess að gera úttekt
á útgáfu-, kynningar- og fræöslumálum sambandsins.
í nefndinni áttu sæti ásamt honum þau Guömundur
Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Sigríður
Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri.
Hafði Sigríður orö fyrir áliti útgáfu- og fræðslunefnd-
ar fundarins, sem lagði til, að fulltrúaráðið féllist í
meginatriðum á tillögur nefndarinnar, en vísaði þeim til
stjórnar sambandsins til nánari útfærslu. Var þaö
samþykkt.
í tillögum nefndarinnar er m.a. lagt til, að sambandið
hefji útgáfu fréttabréfs, sem tengist sérstaklega
stjórnarfundum.
Ný stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Á fundinum voru kjörnir fjórir aðalmenn og fjórir til
vara í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga til fjögurra ára.
Aðalmenn í stjórnina voru kjörnir Jón G. Tómasson,
borgarritari í Reykjavík, Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri
í Bolungarvík, Sigríöur Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á
Akureyri og Kristján Magnússon, hreppsnefndarfulltrúi
í Vopnafjaröarhreppi.
Félagsmálaráðherra skipar fimmta stjórnarmanninn,
sem jafnframt er formaður stjórnarinnar. Hann er Freyr
Ófeigsson, fyrrv. bæjarfulltrúi á Akureyri, og fv. stjórn-
armaöur í sambandinu.
Sem varamenn aðalfulltrúa I sömu röö voru kjörnir
Bryndís Brynjólfsdóttir, formaður bæjarráös á Selfossi,
Ingvar Viktorsson, formaður bæjarráös í Hafnarfirði,
Guðmundur H. Sigurðsson, oddviti Hvammstanga-
hrepps, og séra Jón Einarsson, oddviti Hvalfjarðar-
strandarhrepps. Varamaöur formanns er Kristján L.
Möller, forseti bæjarstjórnar Siglufjaröar.
Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ,
var kosinn endurskoðandi Lánasjóös og varamaður
hans Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakka-
hrepps.
Ráðgjafarnefnd um Tölvuþjónustu sveitarfé-
laga í stað stjórnar
A fundinum var samþykkt svofelld tillaga, sem stjórn
sambandsins lagöi fyrir fulltrúaráðið og formaður
mælti fyrir:
„Stjórn sambandsins telur nauðsynlegt, að tryggð
verði náin tengsl hennar og Tölvuþjónustu sveitarfé-
laga. Stjórnin leggur því til við fulltrúaráðið, að stjórn
Tölvuþjónustu sveitarfélaga verði framvegis í hönd-
um stjórnar sambandsins, en ekki sérstakrar stjórnar,
kosinnar á fulltrúaráðsfundi."
í framhaldi þessarar samþykktar hefur stjórnin kosið
þá Pál Guðjónsson, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, Krist-
ján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Dalvík, og Kristján
Magnússon, hreppsnefndarfulltrúi í Vopnafjaröar-
hreppi, í ráðgjafarnefnd stjórnarinnar um málefni
Tölvuþjónustu sveitarfélaga.
70