Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Side 47

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Side 47
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM verkefnis Vestur-Húnvetninga, og Jón Pálsson, iönráðgjafi Vestur- lands. Auk þessara leiöa benti fundur- inn á nauösyn þess aö skipuleggja landbúnaöarframleiösluna eftir héruöum og landkostum og aö stuöla aö uppbyggingu nýbú- greina ásamt fullvinnslu í héraöi til þess að auka fjölbreytni atvinnulífs I sveitum. Milliþinganefnd um samgöngumól Auk atvinnumála ályktaði fund- urinn rækilega um samgöngumál og taldi uppbyggingu vegakerfis- ins í kjördæminu eitt brýnasta hagsmunamál byggöanna. I álykt- un segir, aö bættar samgöngur örvi allt atvinnulíf og styrki stööu byggöa og fólks. Var þar einkum átt viö vegtengingu viö utanverðan Hvalfjörö og sú tenging talin eitt mikilsveröasta hagsmunamál Vestlendinga og í reynd annarra kjördæma. Jafnframt var lögö áherzla á, aö sú framkvæmd verði fjármögnuö utan vegaáætlunar og aö hún skeröi ekki vegafé Vestur- lands undir neinum kringumstæö- um. Til áréttingar mikilvægi sam- göngumálanna samþykkti fundur- inn aö kjósa sérstaka samgöngu- nefnd til þess að vinna aö stefnumörkun f samgöngumálum kjördæmisins. Var nefndinni gert aö skila skýrslu til næsta aðalfund- ar samtakanna. Skerðingu ó framlögum til sýsluvega mótmælt Auk ályktunar um tengingu byggöanna á noröanverðu Snæ- fellsnesi og um vegaframkvæmdir á fleiri stööum, samþykkti fundur- inn aö mótmæla harðlega þeirri skerðingu, sem oröiö heföi á fram- lögum til sýsluvega, eftir að rfkis- sjóöur tók viö þeim. Tengsl SSV vió héra&snefndir Af öðrum ályktunum fundarins má nefna, aö stjórn samtakanna og framkvæmdastjóra var faliö aö vinna aö stefnumótun varöandi tengsl samtakanna annars vegar og héraösnefnda í kjördæminu og Akranesbæjar hins vegar. Uppbygging eldvarna Þá var stjórn samtakanna faliö aö vinna aö samræmingu á skipu- lagi og tæknilegum þáttum slökkviliða og uppbyggingu eld- varna í kjördæminu og aö leita eftir samstarfi viö tryggingafélög um að ná þeim markmiöum, sem sett verða. Eyjólfur Torfi Geirsson, formaöur SSV. Menningarmólafulltrúi Fundurinn lýsti yfir ánægju sinni meö M-hátíö á Vesturlandi á síö- asta ári og beindi því til stjórnar SSV, aö hún færi þess á leit viö menntamálaráðuneytið, aö í fram- haldi af henni veröi skipaður í eitt ár til reynslu menningarmálafulltrúi Vesturlands, sem starfi í samráöi viö Menningarsamtök Vesturlands, sem stofnuð veröi. Venjuleg a&alfundarstörf Fundinn sátu um 50 fulltrúar og fjöldi gesta. Fundarstjórar voru Andrés Ólafsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, og Gísli Kjartansson, fv. bæjarfulltrúi f Borgarnesi, og fundarritarar oddvitarnir Einar Ole Pedersen í Álftaneshreppi og Jó- hann Pétursson í Fellsstrandar- hreppi. Aö lokinni fundarsetningu fluttu ávörp þeir Þóröur Skúlason, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenzkra sveitarfélaga, og Alexander Stef- ánsson, þáv. fyrsti þingmaöur Vesturlands. Skýrslur um störf síöasta árs fluttu þeir Jón Böövarsson, fráfar- andi formaöur SSV, Guöjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjóri, Jón Pálsson, iðnráðgjafi, og Ingvar Ingvarsson, bæjarfulltrúi á Akra- nesi, formaöur endurskoðunar- nefndar samtakanna. Þá kynnti Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, undirbúningsvinnu vegna jaröganga undir Hvalfjörð. Stjórn SSV I stjórn samtakanna til eins árs voru kosin Eyjólfur Torfi Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Borgarnesi, sem er formaöur, bæjarfulltrúarnir Steinunn Siguröardóttir og Sigur- björg Ragnarsdóttir á Akranesi og Sveinn Þór Elínbergsson í Ólafsvík og oddvitarnir Magnús B. Jónsson í Andakílshreppi, Ólafur Guö- mundsson í Hvítársíðuhreppi og Ólafur Gunnarsson í Saurbæjar- hreppi. Kosnir voru jafnmargir varamenn svo og tveir endurskoð- endur og tveir til vara. í atvinnumálanefnd og sam- göngumálanefnd voru kjörnir fimm fulltrúár í hvora, sjö fulltrúar í fræðsluráð Vesturlands og fjórir á ársfund Landsvirkjunar. Stuóningur við Farskóla Vesturlands Geröar voru ályktanir um Fjöl- brautaskóla Vesturlands og Hér- aðsskólann í Reykholti og lýst yfir stuöningi viö þá starfsemi, sem þegar var hafin á vegum Farskóla Vesturlands. Hvatt var til þess, aö sú starfsemi yröi efld. SSV í ný húsakynni Aö kvöldi fyrri fundardagsins var fundarmönnum kynnt nýtt skrif- stofuhúsnæði samtakanna aö Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. Stjórn SSV hafði þar móttöku, þar sem flutt voru nokkur ávörp og samtök- unum gefnar góöar gjafir. 109

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.