Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 63

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 63
UMHVERFISMÁL Fósturbörn" ungmennafélaga Guðrún Sveinsdóttir, verkefnisstjóri Hin síöari ár hefur áhugi al- mennings og ýmissa félagasam- taka á umhverfisvernd fariö vax- andi. Athyglisvert er, hversu ungt fólk er orðið meðvitað um mikil- vægi umhverfisverndar, og er það vissulega ánægjulegt og gefur okkur vonir um, að það láti þessi mál til sín taka I framtíðinni. Þörfin er svo sannarlega fyrir hendi, og verðum við að taka á honum stóra okkar, eigi ímyndin um hið hreina og tæra land ekki að glatast. Um þessar mundir eru ung- mennafélögin í landinu, sem eru 245 að tölu, að hleypa af stokkun- um geysistóru og spennandi verk- efni til að bæta og fegra landiö. Þetta verkefni hlaut hið skemmti- lega nafn „Fósturbörnin". Nafniö er nokkuö lýsandi fyrir verkefnið, því hugmyndin er, að ungmenna- félögin öll víðs vegar um landið velji sér fósturbarn, eitt eða fleiri, úr náttúru landsins. Þetta verkefni stendur yfir I þrjú ár. Er það því ætlun okkar, að fósturbörnin okk- ar fái nokkuð varanlegt uppeldi og að vandað veröi til þess þegar í upphafi. Fósturbörnin geta verið af ýms- um toga, s.s. fjara eða vegarkafli, sem hreinsuð eru reglulega, hreinsun ár og árbakka, hreinsun og grisjun skóglendis, að snyrta og fegra útivistarsvæöi, að græða upp land, hefta fok, gróðursetja í ákveðin landsvæði og hvað ann- að, sem fegrað gæti umhverfið. Einnig má nefna í þessu sam- bandi hreinsun bújarða, hvort sem þær eru í byggð eða ekki. Sá þáttur finnst mér vera orðinn býsna aðkallandi og einmitt nú, á þessum tímum, er samdráttur er í landbúnaöi og margir bregða búi. Við nennum ekki endalaust að tína upp rusl eftir aðra, heldur vilj- um viö fá fólk til að hætta að henda rusli úti á víöavangi og í sjóinn. En aðstæður þurfa að vera þannig, að þær séu hvetj- andi, t.d. fyrir sjómenn að koma með ruslafeng sinn að landi. Víða þarf aö huga betur að þessum málum við hafnir landsins og fyrir hinn gangandi vegfaranda í þétt- býli. Þar gætu bætt úr litlar rusla- fötur við Ijósastaura, t.d. í grennd við verzlanir og söluskála. Eða fyrir ferðalanginn, sem er aö skoöa og njóta náttúru landsins. Á mörgum ferðamannastöðum vantar tilfinnanlega staði eða ruslagáma til að losna við afrakst- ur neyzluþjóöfélagsins. Einnig ber að hafa í huga staði til losunar á skaðlegum efnum. Þetta gætu e.t.v. verið verkefni, sem sveitar- stjórnir og ungmennafélögin ynnu sameiginlega að, ættu fósturbarn í sameiningu. Það er von mín, aö sveitarfélög- in verði ungmennafélögunum inn- an handar við þetta mikilvæga verkefni, t.d. gætu þau lagt til bíl, tunnur, ruslapoka og hjálpað til við að koma ruslinu til eyðingar. Líklegt er, aö sum ungmennafé- lögin þurfi að fá til úthlutunar svæöi/land af sameiginlegu landi sveitarfélaga, t.d. til skógræktar eða landgræðslu. Vonandi er, aö sveitarstjórnir sýni þessu skilning 125

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.