Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Qupperneq 20

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Qupperneq 20
NÁTTÚRUHAMFARIR Ofanflóðahætta og skipulagsmál Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins í aldanna rás hefur íslenska þjóð- in rnátt þola náttúruhamfarir sem kostað hafa mannslíf. Á 18. öld voru heilu landshlutarnir lagðir í eyði í eldsumbrotum og af og til síðan hafa orðið eldgos án þess þó að fólk hafí látist af völdum þeirra. Af öðrum náttúruhamförum má nefna jarðskjálfta, sjávarflóð, skriðufoll og snjóflóð. Af þessum hamförum eru það snjóflóðin sem hafa reynst hættulegust og það eru þau sem tekið hafa langflest manns- líf. Á þessari öld hefur hátt á annað hundrað manns farist í snjóflóðum og mun ég hér aðallega fjalla um þau. Þéttbýlismyndun hér á landi á sér seint stað miðað við önnur lönd. Það er ekki iyrr en í lok 19. aldar að þéttbýli fer að vaxa á stöðum þar sem stunduð hafði verið verslun eða sjósókn. Á fyrstu áratugum 20. aldar er farið að huga að því að koma skipu- lagi á þéttbýlismyndunina til að draga upp mynd af því hvemig göt- ur yrðu lagðar og koma í veg fyrir tilviljanakenndar ákvarðanir um af- stöðu húsa. Þær aðgerðir sem gripið var til miðuðust fyrst og fremst við það að mæla upp landið þar sem uppbyggingin var hafin og setja reglur um það hvemig staðið skyldi að byggingum. Þessi skipulags- hyggja náði svo hápunkti árið 1921 þegar samþykkt voru á Alþingi fyrstu skipulagslögin á íslandi. I lögunum var m.a. ákvæði um að við skipulagsgerð skyldi vandlega tekið tillit til þrifnaðarsjónarmiða, greiðrar umferðar, brunahættu og fegurðar bæjanna. Um öryggi bæj- anna var ekki getið í lögunum og hvort tekist hefur að uppfylla ákvæði laganna um fegurð bæjanna eru eflaust skiptar skoðanir. Það sem hægt er að fullyrða er að bæim- ir uxu flestir hverjir hratt. Við sem nú störfum að skipulags- málum getum þó ekki afsakað seinni tírna mistök í gerð skipulags- áætlana á snjóflóðahættustöðum með því að frumkvöðlamir í skipu- lagi hafi ekkert velt þessum málum fyrir sér. Þeir gerðu það en vandinn er að við höfum verið allt of fljót að gleyma og skortur á ömggu bygg- ingarlandi hefur leitt til þess að seilst hefur verið inn á hættusvæði. Það þarf ekki annað en að skoða sögu tveggja staða á Austurlandi til að sannfærast um að mönnum var hættan ljós. í greinargerð með Aðalskipulagi Seyðisfjarðar sem staðfest var árið 1933 er getið um snjóflóðahættu og segir m.a.: „Þá eru þau miklu vandkvæði á nokkrum hluta bæjarstæðisins að þar er svo mikil snjóflóðahætta að stórtjón hefúr hlotist af. Sérstaklega er svæðið frá Liverpoolsbryggjum og suður undir Fjörð talið lítt byggi- legt vegna snjóflóða. Vér höfum því ekki markað fyrir húsum á þessu svæði, en gerum þó ráð fyrir, að syðst á því megi byggja fisk- húsaraðir. Nú er oss sagt, að hæðar- taglið utan Fjarðarbæjarins hafi beint snjóflóðinu á ská út og niður að sjó. Ekki ætti að vera ókleift að lengja taglið með skáhöllum grasi grónum sterkum garði, sem myndi óbifandi að vetrinum, meðan frost er 1 jörðu, og mætti hann þá verða frekari vernd gegn snjóflóðum, ef fiskhúsin yrðu byggð.“ Grasi gróni garðurinn var ekki byggður. Á svæðinu var hins vegar síðar byggð fiskimjölsverksmiðja sem í tvígang hefur orðið fyrir snjó- flóði, án þess þó að manntjón hafi orðið. Þéttbýlið í Neskaupstað á sér stutta sögu miðað við Seyðisfjörð. Þar fjölgaði fólki mun hraðar og voru íbúar orðnir um 1100 árið 1930 eða urn 200 fleiri en á Seyðis- firði. Árið 1930 var staðfest Aðalskipu- lag Neskaupstaðar. í ágætri bók sinni „Bæimir byggjast" getur Páll Líndal um viðtal sem Morgunblaðið átti við Guðmund Flannesson sem vann að skipulagi Neskaupstaðar árið 1928 á vegum skipulagsneffidar ríkisins. í viðtalinu segir Guðmundur m.a.: „Ég er í engum vafa urn það að störf mín í skipulagsnefnd em merkileg- ust allra þeirra mála, er ég hef haft og hef með höndum. Á Norðfirði er til dæmis afar mikið verkefni fyrir okkur skipulagsmennina. Norð- fjörður er blómlegasti kaupstaður- inn eystra, útgerð er þar mest, og blómleg sveit að baki. En bærinn er undir brattri hlíð, þar sem ekkert er undirlendi, en um alla hlíðina hvert lækjargilið við annað. Auk þess er mikill hluti, meira en helmingur kaupstaðarins, byggður á hættu- svæði, þar sem menn vita að snjó- flóð hafa skollið yfír. Við ákváðum fyrst og fremst að banna með öllu að byggja á því svæði, þar sem hætta getur stafað af snjóflóðum.“ Hinn 20. desember 1974 féll snjó-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.