Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Side 29

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Side 29
ERLEND SAMSKIPTI hinna stærri hafnfírsku kóra hafa farið i tónleikaferðalag til Cuxhaven og áfram mætti nefna samskipti á sviði lista og menningar. Ungu fólki hefur verið gefinn kostur á vinnu í lengri eða skemmri tíma í vinabæjunum og ferðamanna- hópar hafa lagt land undir fót. Starfsmenn hinna ýmsu bæjarstofn- ana eins og slökkvistöðvar, rafveitu, hafnarinnar, félagsmálastofnunar og skólanna hafa komið í gagnkvæmar heimsóknir og kynnt sér störf félaga sinna. Vissulega hafa stjórnmála- menn, embættismenn, atvinnulífið og viðskiptatengslin ekki gleymst en þegar horft er yfir 10 ára sam- starfssvið standa örugglega ung- mennasamskiptin og þátttaka hins almenna borgara upp úr. Hin sýnilegu tengsl Það heíur sjaldnast farið fram hjá bæjarbúum þegar eitthvað er á seyði í vinabæjaheimsóknum. Hóparnir setja svip á bæjarlífið, hver á sína Þátttaka hins almenna borgara stendur upp úr Það sem hefur einkennt vinabæja- samskiptin milli Cuxhaven og Hafnarfjarðar og gerir þau einstök að margra mati er hversu þátttaka ungs fólks og hins almenna borgara er snar þáttur í samstarfinu. A hveiju ári fara nokkrir hópar á milli og eftir 10 ára samstarf skipta þeir hundruðum sem hafa farið í ein- hvers konar heimsóknir. íþróttahóp- ar í flestum greinum hafa farið í æf- inga- og keppnisferðir, æskulýðs- hópar á ýmsum sviðum hafa heim- sótt sína líka, nemendur úr Flens- borg, Fiskvinnsluskólanum og Námsflokkum hafa farið í náms- ferðir til Cuxhaven og mennta- og grunnskólanemendur hafa komið hingað. Hafnfirskir myndlistarmenn hafa dvalið og haldið sýningar ytra og á sama hátt hafa listamenn frá Cuxhaven dvalið hér og sýnt í Hafnarborg. Nemendum úr Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar hefur verið boðið árlega að taka þátt í æfmgum Á hátíðarsamkomu sem haldin var í Cuxhaven í tilefni af tíu ára afmæli vinabæja- tengslanna. í fremri röð á myndinni sitja frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti (slands og heiðursgestur samkomunnar, Rolf Peters og greinarhöfundur, Ása Marca Valdimarsdóttir, formaður vinabæjafélagsins. I aftari röð standa Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, starfsmannastjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar, Magnús Gunnarsson bæjarstjóri og Ingimundur Sigfússon, sendiherra íslendinga í Þýskalandi. Ljósm. Cuxhaven Nachrichten. Menning og listir eru í hávegum í samskiptum Cuxhaven og Hafnarfjarðar. Á myndinni er Pétrún Pétursdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, á fundi með þeim Jurgen Donner, fyrir miðju, og Rolf Peters frá vinabæjafélaginu í Cuxhaven. staklinga sem hafa hug á samskipt- um. Um 160 félagar em nú í vina- bæjafélaginu í Hafharfirði. og tónleikahaldi sinfoníuhljómsveit- ar æskunnar á svæðinu. Flestir 23

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.