Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Qupperneq 47

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Qupperneq 47
SKIPULAGSMÁL Myndirnar sýna hljóðvarnarvegg milli umferðargötu og göngustígs í Kaupmannahöfn. Veggurinn er stálklæddur að götu eins og sést á hægri myndinni. Að göngustígnum hefur veggurinn verið klæddur með trélistum eins og sést á vinstri myndinni og vafningsgróður þekur vegginn að sumarlagi. Mikill fjölbreytileiki er í gerð og útliti hljóðvarnarveggja. Veggirnir geta verið steyptir, úr stáli, timbur- veggir, fíbergler eða jarðvegsmanir. Ásýnd veggjanna skiptir miklu máli og nauðsynlegt að hafa það í huga við efnisval og útlitshönn- un. Veggirnir geta verið umhverfislistaverk. Suma veggi má mála, breytilegt form gerir aðra veggi aðlaðandi og gróður og tré geta hulið veggi og jarðvegsmanir. lóðir. Góður valkostur getur verið að koma fyrir atvinnuhúsnæði milli umferðargötu og íbúðahverfis. Minni kröfur eru gerðar til hljóð- stigs á iðnaðarsvæði, og einnig geta iðnaðarbyggingamar verkað eins og skjólveggur og lækkað hljóðstig við íbúðarhúsnæði fjær umferðargöt- unni. Skermar Til að hindra útbreiðslu hávaða frá umferðargötum er algengt að byggja veggi eða jarðvegsmanir. Skjólmegin við vegginn lækkar hljóðstigið. Hljóðdempunin vex eft- ir því sem skermurinn er hærri. Meðfylgjandi mynd sýnir hvaða áhrif skermur við veg hefúr á hljóð- stigið. Á myndinni er sýndur vegur með vegyfirborð 1 m yfir sléttu landi. í 10 m íjarlægð frá vegi er byggður veggur sem er 1,8 m á hæð. Hljóðstig lækkar verulega skjólmegin við vegginn, t.d. um 6 dB í 20 m fjarlægð frá götu og i hæðinni 1,5 m yfir landi. Skipulag innanhúss Yfirleitt er viðráðanlegra að upp- fýlla kröfúr um hljóð- stig innanhúss en ut- anhúss. íbúðir má skipuleggja þannig að eldhús og bað snúi aö umferðargötu, en svefnherbergi séu sett á þá hlið húss þar sem næði er mest. Einnig að forðast opnanlega glugga að umferðargný og setja upp hljóðdeyfðar loftrásir þar sem þörf er á að umferðargöt- um. Hefðbundið ein- angrunargler dempar hljóð um 25 dB, þannig að ef hljóð- stigið er 55 dB utan við lokaðan glugga, er hljóðstigið 30 dB innan við gler- ið. I samræmi við það markmið Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) að hver maður eigi sjálfur að geta valið sér umhverfi með ákjósanlegri hljóðvist, er mikilvæg- ast að takmarka hljóðstig í íveruher- bergjum innanhúss. Maðurinn gerir minni kröfúr um hljóðvist utanhúss og einnig geta menn að einhverju leyti ráðið sínum dvalarstað. Endurbætur eldra húsnæðis Víða í gömlum hverfum er hljóð- stig innanhúss yfir æskilegum mörkum vegna nálægðar við miklar umferðargötur. Yfirleitt berst hljóð- ið mest inn í íbúðina í gegnum glugga sem snúa að umferðinni. Til úrbóta er hægt að setja betur hljóð- einangrandi gler í gluggann. Hljóð berst auðveldlega gegnurn öll op og opna glugga. Til ráða er að setja upp hljóðdeyfðar loftrásir og hætta loft- un gegnum opnanlega glugga. Greinarhöfundur, Gísli Karel Halldórsson, er verkfrœðingur á Almennu verkfrœðistofunni hf. og hefur undanfarin ár unnið með skipu- lagshöfundum við áœtlun á umferðar- hávaða, einnig úttektir á umferðar- hávaða í eldri hverfum og ráðgjöf um leiðir til úrbóta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.