Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Síða 54
FJARMAL
boðuð var í fjárlagafrumvarpinu
vegna minnkandi atvinnuleysis.
Vinnuveitendur vilja að Atvinnu-
leysistryggingasjóður vaxi í góðæri
en minnki á erfiðleikaskeiðum. I
greinargerð þeirra segir að megin-
galli núverandi fyrirkomulags sé að
tjármögnun atvinnuleysistrygginga
magni hagsveiflur í stað þess að
vinna gegn þeim eins og æskilegt
væri. I samdrætti og á atvinnuleysis-
tímum hækkar atvinnutrygginga-
gjaldið sjálfkrafa samkvæmt núgild-
andi reglum og þar með launakostn-
að, öfúgt við það sem æskilegt væri.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
verða við tilmælum VSI og verður
atvinnutryggingagjaldið því óbreytt
á næsta ári eða 1,15% af gjaldstofni.
Á móti kemur að ætlunin er að
lækka tryggingagjaldið um sam-
bærilega fjárhæð til að efla viðbót-
arlífeyrissparnað almennings. Ég
nefni þetta hér vegna þess að efna-
hagslega má færa sömu röksemdir
fyrir sjóðssöfnun og þar með
sveiflujöfnun hjá Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga. í mínum huga gæti
það verið sameiginlegt hagsmuna-
mál ríkis og sveitarfélaga og um
leið haft jákvæð efnahagsleg áhrif
að fresta greiðslum úr Jöfnunar-
sjóðnum á góðæristímum og safna
fyrningum til þess tíma þegar
harðnar í ári.
Uppgjör lífeyrisskuld-
bindinga
í framhaldi af lögum um lífeyris-
réttindi opinberra starfsmanna frá
1996 og lögum um skyldutryggingu
lífeyrisréttinda, sem samþykkt voru
fyrir á árinu 1997, hefur Lífeyris-
sjóður starfsmanna sveitarfélaga
verið stofnaður. Með sambærilegum
hætti og hjá ríkinu hefur lífeyrisrétt-
indum starfsmanna sveitarfélaganna
þannig verið komið í ákveðinn far-
veg. I því sambandi skiptir miklu
máli að fyrir alla nýja starfsmenn
ríkis og sveitarfélaga er nú greitt að
fúllu fyrir áunnin lífeyrisréttindi um
leið og þau verða til. Þannig er
komið í veg fyrir að kostnaði við
óuppgerðar lífeyrisskuldbindingar
sé velt yfír á skattgreiðendur fram-
tíðarinnar. Þetta auðveldar einnig
flutning verkefna og eykur svigrúm
starfsmanna til að skipta um starf og
vinnuveitanda án þess að eiga á
hættu að tapa réttindum.
Vegna eldri starfsmanna og
gamla réttindakerfisins eru enn til
staðar miklar óuppgerðar lífeyris-
skuldbindingar. Ríkið hefúr á und-
anförnum árurn leitast við að færa
þessar skuldbindingar í efnahags-
reikning sinn og aukningu þeirra til
gjalda í rekstrinum. Þrátt fyrir þetta
hafa skuldbindingarnar ekki verið
gerðar upp formlega gagnvart líf-
eyrissjóðunum. Ýmislegt bendir því
til þess að þetta uppgjör verði næsta
stóra verkefnið í lífeyrismálum rík-
isins og opinberra starfsmanna.
Sambærilegt verkefni biður margra
sveitarfélaga.
Þetta nefni ég hér því að það er
margt sem mælir með því að ríki og
sveitarfélög hafi samflot í þessu
uppgjöri. Oháð reikningsfærslu
munu greiðslur vegna skuldbinding-
anna að óbreyttu fara mjög hækk-
andi á næstu árum. Með uppgjöri á
skuldbindingunum mætti hins vegar
draga úr óvissu og jafna greiðslum-
ar, t.d. þannig að þær falli á ríki og
sveitarfélög tiltölulega jafnt næstu
40 árin, en taki jafnframt að ein-
hverju leyti mið af stöðu efnahags-
mála. Þetta er fjárhagslega mjög
stórt verkefni og spuming um millj-
arða útgjöld á hveiju ári næstu ára-
tugina bæði fyrir ríkið og sveitarfé-
lögin.
Einkaframkvæmd
Á vegum fjármálaráðuneytisins
var gefin út skýrsla sl. sumar um
ýmsa þætti sem snerta einkafram-
kvæmdir og leitast við að svara
þeirri spumingu á hvaða sviðum op-
inbers rekstrar má nota einkafram-
kvæmdir. Dæmi um umfangsmikla
einkaframkvæmd sem samið hefúr
verið um á árinu er bygging og
rekstur húsnæðis fyrir Iðnskólann í
Hafharfirði. Áætlaður spamaður rík-
isins vegna þessa eina samnings er
talinn verða u.þ.b. 350 millj. kr. á
samningstímanum, sem er til 25 ára.
Ég er ekki í neinurn vafa að einka-
framkvæmdir fela í sér tækifæri fyr-
ir sveitarfélög eins og ríkið og að
þau munu af auknum þunga fara inn
á þá braut sem hún felur í sér.
Með einkaframkvæmd gefst kost-
ur á því að dreifa stofnkostnaði á
mun lengri tíma en áður hefur
tíðkast hjá hinu opinbera. Þessu
fylgir margvíslegt hagræði, en
einnig sú hætta að slakað sé á kröfu
um arðsemi eða að los komist á for-
gangsröðun verkefna. Einstaka aðil-
ar kunna með öðmm orðum að líta
svo á að með einkaframkvæmd og
einkafjármögnun sé hægt að flýta
framkvæmdum og jafnvel að ráðast
Radisson S4S
SAGA HOTEL REYKJAVIK
Já
48