Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Síða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Síða 56
FJÁRMÁL Skýrsla um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga Stjóm Sambands íslenskra sveit- arfélaga skipaði í byijun apríl 1997 starfshóp til að taka saman yfirlit yfir þróun fjárhagslegra samskipta ríkis og sveitarfélaga á undanföm- um missemm. Tilefnið var yfirlýs- ing ríkisstjómarinnar frá 10. mars 1997 um lækkun útsvars sveitarfé- laga jafnhliða skattalækkun ríkisins í tengslum við gerð kjarasamninga. í starfshópinn vom skipaðir Egg- ert Jónsson borgarhagfræðingur, Reykjavík, Dan Brynjarsson hag- sýslustjóri, Akureyri, og Guðmund- ur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri í Rangárvallahreppi. Garðar Jónsson, deildarstjóri hagdeildar sambands- ins, starfaði með hópnum. I inngangi skýrslunnar er tekið fram að hún sé fyrst og frernst hugs- uð til að sýna hvernig einstaka breytingar í skatta- og fjármálaum- hverfi opinberra aðila geta haft langvarandi áhrif á fjárhag sveitar- félaga. Það sé von hópsins að þær upplýsingar, sem fram koma í skýrslunni, geti með einum eða öðr- um hætti stuðlað að skýrari fjár- hagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga þar sem viðhafðar eru leik- reglur byggðar á jafnrétt- isgmndvelli. í skýrslunni kemur fram að sveitarsjóðirnir hafi verið reknir með halla ár hvert síðan 1986, ekki síst vegna skerðingar á Jöfhunarsjóði sveitarfé- laga fram til 1990 og út- gjaldaaukningar vegna upptöku virðisaukaskatts- kerfisins frá 1990. Halli sveitarsjóðanna hafi náð hámarki árið 1994 en hafi eftir það minnkað verulega. Nærri lætur að halli sveitarsjóðanna á tímabilinu 1990-1997 nemi samanlagt um 20 milljörðum króna á meðalverðlagi ársins 1997, þrátt fyrir að aðhalds- semi hafi verið gætt í rekstri sveitar- félaganna innan hefðbundinna málaflokka þeirra. Rekja má um 13,5 milljarða króna til áranna 1993 og 1994, þegar sérstök áhersla var lögð á ráðstafanir til að bæta at- vinnuástandið, sem þá var víða slæmt. Afkoma sveitarsjóóanna 1990-1997 Hér fer á eftir yfirlit sem birt er í skýrslunni og sýnir afkomu sveitar- sjóðanna hvert áranna 1990-1997 á verðlagi ársins 1997. Það er mat nefndarmanna að það hljóti að vera sameiginlegt við- fangsefni þeirra, sem fara með framkvæmdavaldið, rikisstjómar og sveitarstjóma, að skapa þann nauð- synlega gmnn sem gerir sveitarfé- lögunum kleifit að reka sveitarsjóð- ina án halla. í því sambandi skipta heilbrigð fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga miklu máli. í IX. kafla nýju sveitarstjómarlaganna nr. 45/1998 er kveðið á um samskipti ríkis og sveitarfélaga á þann hátt að ástæða er til að binda vonir við bætt samskipti þessara aðila á næstu ámm. Nefhdin tók þá ákvörðun að rekja þróun fjárhagslegra samskipta ríkis og sveitarfélaga í seinni tíð til upp- hafs ársins 1990 en þá öðluðust gildi lög um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tekjustofha sveitarfélaga, svo og lög um virðis- aukaskatt. Lögin um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga nr. 87/1989 og lög nr. 91/1989 um tekjustofna sveitarfélaga voru byggð á víðtæku samkomulagi um að lagasetningin ætti að bæta sveit- arfélögunum árlega skerðingu á lög- bundnu framlagi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga allt frá 1984 og skapa þannig sveitarstjómum aukið svig- rúm til athafna og til þess að ein- falda samskiptin við ríkisvaldið. Afkoma sveitarsjóðanna 1990-1997 í millj. kr. á verðlagi 1997 7990 7997 7992 7993 7994 7995 7996 7 997 (brbt.) Skatttekjur 28.581 29.340 30.227 27.397 27.830 29.890 34.181 38.400 Rekstrargjöld 19.436 21.160 22.485 23.355 26.065 25.048 28.285 32.600 Rekstrarafkoma 9.145 8.180 7.743 4.042 1.765 4.842 5.896 5.800 Fjárfesting samtals 9.273 9.258 10.194 9.533 9.693 6.989 6.558 6.200 Afgangur/halli -128 -1.079 -2.451 -5.491 -7.928 -2.147 -661 -400 -20.284 Heimild: Hagstofa Islands, Sveitarsjóðareikningar 50

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.