Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Page 61

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Page 61
F U LLTR ÚARÁÐS F U N D I R laga 1990-1997. Frá efiii hennar er skýrt í sérstakri frásögn á bls. 50 hér að ffaman. Formaður þakkaði nefndinni góð störf og skýrsluna. Nokkrar umræður urðu um skýrsluna og töldu ræðumenn efni hennar athyglisvert. Staða og framtíð Launa- nefndar sveitarfélaga Karl Björnsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg og formaður Launanefndar sveitarfélaga, flutti framsöguræðu um stöðu og framtíð Launanefndar sveitarfélaga í ljósi þeirra samninga sem ýmis sveitarfé- lög höfðu nýlega gert við kennara. Karl Bjömsson flutti einnig fram- söguerindi um hliðstætt efni á fjár- málaráðstefnunni og var það birt sem grein í 4. tbl. Sveitarstjómar- mála 1998. Fjármál sveitarfélaga Allmiklar umræður urðu á fund- inum um fjármál sveitarfélaga og um nauðsyn þess að endurskoða tekjustofna þeirra og verkefni. I framhaldi af þeirri umræðu lagði formaður sambandsins fram tillögu að ályktun um endurskoðun á tekju- stofnum og lögbundnum verkefnum sveitarfélaga, sem var einróma sam- þykkt. Tillagan var svofelld: „Fulltrúaráðið beinir þeim tilmæl- um til félagsmálaráðherra og fjár- málaráðherra að skipuð verði nefnd fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem taki til endurskoðunar tekjustofna sveitarfélaga með það að markmiði að efla og breikka tekjustofna þeirra. Nefndinni er sérstaklega ætlað að leggja ffam tillögur sem miði að því að tekjustofnar sveitarfélaga séu í samræmi við þau verkefhi sem þeim er lögskylt að sinna. Við endurskoðunina skal að því stefnt að sveitarfélögin hafi sjálf- stæða tekjustofna, að sveitarstjómir hafi sjálfsforræði um nýtingu þeirra og að verkefnaskipting ríkis og sveitarfélaga verði sem skýmst. Jafnframt lýsir fundurinn stuðn- ingi við tillögu fjármálaráðherra um að komið verði á auknu og form- legu samstarfi ríkis og sveitarfélaga um efhahagsmál með það að mark- miði að treysta afkomu ríkis og sveitarfélaga." Miðpunktur þinghalds í Reykjavík, HOTEL COfTLEIDIR ICELANDAIR H O T E L S Sími: 50 50 910 Fax: 50 50 915 icehoteI@iceliotel.is - www.icehotel.is

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.