Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 13
FJÁRMÁL • Þá er það sjónarmið sett fram að skattbreytingin hafi leitt af sér betri framtöl á ijármagnstekjum en áður var. Starfshópurinn var þó sammála um að sveitarfélögin hefðu að óbreyttu notið góðs af uppsveiflunni sem átti sér stað í þjóðfélaginu á þessum tíma og að tekjur þeirra vegna íjármagnstekna hefðu aukist nokkuð milli áranna 1996 og 1997. Ógerningur er á hinn bóginn að segja nákvæmlega um hversu mikla aukningu hefði orðið að ræða. b) Óbein áhrif: Töluverð umræða fór fram í starfshópnum um hugsanleg óbein áhrif af upptöku fjármagnstekju- skattsins fyrir sveitarfélögin. Eink- um snerist umræðan um það hvort upptaka skattsins ásamt tilkomu laga um einkahlutafélög hafi verið hvati fyrir einstaklinga í einkarekstri að breyta rekstri sínum í einkahluta- félag í þeim tilgangi að lækka eigin launagreiðslur en auka þess i stað arðgreiðslur til sín. Það sjónarmið var sett fram að þessi formbreyting leiddi af sér fjár- hagslegan (skattalegan) ávinning fyrir viðkomandi einstaklinga með þeim afleiðingum fyrir sveitarfélög- in að útsvarstekjur lækkuðu. Til að svara slíkum spurningum leitaði starfshópurinn til sérfræðinga á þessu sviði og aflaði upplýsinga frá Ríkisskattstjóra, en niðurstaðan var eflirfarandi: I) Fjármagnstekjuskatturinn sem slíkur og upptaka hans ætti ekki að hafa verið hvati til þess að einstakl- ingar velja hlutafélagaformið fram yfir annað rekstrarfonn. Önnur at- riði gera það hins vegar að verkum að hlutafélagaformið verður fyrir valinu, t.d. varðandi ábyrgðir, dag- peninga o.fl. sem snýr að lögum um einkahlutafélög. II) Formbreytingin leiðir hins vegar til þess að sveitarfélög verða af út- svarstekjum þar sem þau hafa ekki tekjur af hagnaði fyrirtækja eða arð- greiðslum. Áhrifin liggja því nær lögum um einkahlutafélög en upptöku fjár- magnstekjuskattsins. Rétt er þó að geta þess að samkvæmt fyrirliggj- andi gögnum frá Hagstofúnni hefúr verið um verulega aukningu á fjölda einkahlutafélaga að ræða síðan 1996 og þá fjölgun má að einhverju leyti til rekja til breytinga á rekstrar- formi einstaklingsreksturs. Það var þó mat starfshópsins að afar erfitt væri að meta það sem hér hefur verið kallað „óbein áhrif‘ af upptöku fjármagnstekjuskattsins fyrir sveitarfélögin og að nærtækara sé að benda á áhrif annarra laga í því sambandi en slík skoðun er ekki á verksviði starfshópsins, sbr. yfir- lýsinguna frá desember 1997. 3. Lokaoró Að ffaman hefur verið gerð grein fyrir áhrifum ýmissa skattbreytinga á fjármál sveitarfélaga. Þessar breyt- ingar hafa þegar á heildina er litið leitt til skerðingar á tekjustofnum sveitarfélaga. Nefndin telur eðlilegt að fjallað verði um þessar niðurstöður í þeirri nefnd sem félagsmálaráðherra hefúr skipað til að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga með það að markmiði m.a. að þeir séu á hverjum tíma í samræmi við þau verkefni sem sveitarfélögum er lögskylt að sinna. íb SORPTUNNUSKÝLI Steinsteypt eining án samskeyta sem veitir sorptunnum skjól og prýðir umhverfið. Hægt er að raða einingum saman sé um fjölbýli að ræða. Lausn sem hentar verktökum og einstaklingum. Verksmiðjuverð. Pantið tímanlega. Upplýsingar í símum 897 1889 og 565 4364 Einnig um kvöld og helgar. EINAR GUÐMUNDSSON 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.