Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Side 14

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Side 14
FJÁRMÁL Umræðan um tekjuþörf sveitarfélaganna verður ekki slitin úr samhengi við viðfangsefnin Ríkisvaldið hefur undanfarin ár veltýmsum byrðum yfir á sveitarfélögin bótalaust og það er lágmarkskrafa að tekið verði tillit til þess við setningu umræddra markmiða og sveitarfélögunum bœttur skaðinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Tekjuöflun hins opinbera í einni eða annarri mynd hefur löngum verið mönnum býsna hugleikin eins og nærri má geta. Henni er að vísu ætlað að standa undir kostnaði af nauðsynlegum viðfangsefnum í almanna- þágu, en hún er misjafnlega íþyngjandi fólki og fyrirtækjum og það eitt vekur tortryggni og deilur, auk þess sem skoðanir eru skiptar um val á verkefnum og framkvæmd þeirra. Þá er um leið gefinn tónninn í umræðunni um hlutverk hins opinbera, sem er auðvitað rammpólitísk, en jafnffamt þarf í vaxandi mæli að gefa gaum að flóknari sérffæðilegum og tæknilegum atriðum. í því sambandi er nærtækt að minna á viðtal við for- mann tryggingaráðs, Bolla Héðinsson, í Morgunblaðinu 7. apríl sl. Þar lýsir Bolli þeirri skoðun sinni að nauðsyn- legt sé að taka í samhengi til athugunar skattkerfíð, líf- eyriskerfi almannatrygginga og lífeyrissjóðakerfið. Hann bendir á að endurskoðun almannatryggingakerfis- ins hafi staðið í a.m.k. hálfan annan áratug án árangurs og segir síðan orðrétt: „í minum huga er ljóst að viðfangseffii af því tagi sem endurskoðun almannatrygginga er þarfnast annarra vinnubragða en tíðkast með hefðbundinni endurskoðun lagabálka. Almannatryggingar á íslandi munu ekki ná að þróast frá því sem nú er nema með því að beita allt öðr- um aðferðum við nauðsynlega hugmyndavinnu að end- urskoðun kerfísins. Fullreynt er að frumvinnan verður ekki unnin af stórum hópi, þar sem allir hagsmunaaðilar og allir stjómmálaflokkar eiga sína fulltrúa, þó svo að þeir aðilar geti komið að málinu á síðari stigum." Þessar ábendingar formanns tryggingaráðs hafa vakið athygli og hljóta að teljast verðugt íhugunarefni en um- fram allt ættu þau að skerpa vitund okkar stjómmála- mannanna um þörf á breyttum aðferðum við úrlausn flókinna viðfangsefna innan íslenska velferðarkerfisins, án þess að slakað sé á kröfum um lýðræðisleg vinnu- brögð. Ætla má að sveitarstjómarmenn hafi hver sína sögu að segja frá reynslu sinni af al- mannatryggingakerfinu og viðskiptum sínum við Tryggingastofnun ríkisins og geti því verið sammála um þann tæknilega og sér- fræðilega vanda, sem þar er við að fást, þótt pólitískar skoðanir þeirra fari ekki saman. Samspil almannatryggingakerfisins og lífeyr- issjóðakerfisins virðist einnig óþarflega flók- ið, að ekki sé minnst á áhrif margvíslegra tekjutenginga og jaðarskatta þeim samfara, sem okkur finnst raunar fremur tengjast skattheimtu rík- isins en tekjustofnum sveitarfélaga. Það er á hinn bóginn rík ástæða til að ætla að almenn- ingur geri að jafnaði lítinn greinarmun á skattheimtu rík- is og sveitarfélaga, þótt einhver greinarmunur sé gerður varðandi aðra tekjuöflun þessara aðila. Skattkerfið sjálft er ef til vill ekki flóknara hérlendis en gengur og gerist í grannlöndum okkar og þeir sem til þekkja halda því fram að þrátt fyrir allt sé tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga í heild gagnsærri hér á landi. Engu að síður hefúr reynst erfitt að sjá fyrir áhrif ýmissa breytinga sem gerðar hafa verið á tekjuöflunarkerfinu og má í því sambandi nefha fjármagnstekjuskattinn og ný lög um húsnæðismál, sem öðluðust gildi í ársbyijun. Viðhorf til ríkisafskipta og hvers kyns umsvifa á veg- um ríkis og sveitarfélaga hafa sem kunnugt er tekið miklum breytingum á síðustu 10-20 árum. Hlutverk hins opinbera hefur víða verið endurskilgreint með það fyrir augum að draga úr framleiðslu vöru og þjónustu hjá ríki og sveitarfélögum með samningum við einkaað- ila um að annast framkvæmdina tiltekinn tíma í senn, oftast að undangengnum útboðum. Auðvitað sýnist sitt hveijum um það hversu langt skuli gengið í þessum efn- um, en flestum ber saman um kosti þess að draga sem skörpust skil milli stjómsýslu og framkvæmdar, milli hlutverks verkkaupa og verksala. Þannig verði meðal annars komist hjá því að forsvarsmenn opinberra stofh- 204

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.