Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 15
FJARMAL ana lendi viljandi eða óviljandi í tvöfoldu hlutverki og haldi uppi vörnum fyrir eigið starfslið í stað þess að gegna gagnrýnu hlutverki verkkaupa gagnvart óskyldum aðila. Útboð verkefnanna örva samkeppni og eiga að tryggja viðskiptavinunum, þ.e.a.s. íbúunum eftir því sem við á, betri og ódýrari þjónustu í hveiju tilviki. Jafnframt er lögð áhersla á að ríki og sveitarfélög leggi niður eða dragi eftir föngum úr starfsemi, sem talin er í beinni samkeppni við einkaaðila. Þær breytingar sem hér hefúr verið tæpt á eiga, a.m.k. í orði kveðnu, ekki að draga úr ábyrgð hins opinbera á umfangi og gæðum þeirrar þjón- ustu sem kveðið er á um í gildandi lögum og samþykkt- um, þótt vænst sé aukinnar skilvirkni og hagkvæmni. Skýrslan um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfé- laga 1990-1997 leiðir glöggt í ljós að mjög hefúr hallað á sveitarfélögin í þessum samskiptum mörg undanfarin ár og viðleitni þeirra til að mæta hallanum með breyttum áherslum hefúr hvergi nærri dugað til. Ennffemur hefúr verið bent á að nýafstaðin sameining sveitarfélaga sé lík- legri til að skila sér í jöfnun gæða en lækkun kostnaðar. Framfarir eins og felist m.a. í frekari aðgreiningu stjóm- sýslu og framkvæmdar kunni að hafa í for með sér lækk- un á einingarkostnaði veittrar þjónustu, en heildarkostn- aður fari engu að síður hækkandi. Ekki verði vikist und- an þeirri kröfú að þjónustan í sameinuðum sveitarfélög- um skuli hvarvetna innan þeirra vera eins og hún gerðist best fyrir sameiningu, eða þaðan af betri og þá með sem jöfnustu aðgengi fyrir alla íbúana. Sameining Reykjavíkur og Kjalameshrepps skipti af augljósum ástæðum ekki sköpum fyrir borgarsjóð, en hún skerpti að vissu leyti skilning okkar á því að fjárþörf sameinaðra sveitarfélaga yrði af þessum sökum meiri en látið var í veðri vaka. Því er svo við að bæta að nú standa öll spjót á sveitarstjómum vegna leikskóla, gmnnskóla og ýmissa brýnna félagslegra úrræða, að ógleymdum ijölþættum umhverfísverkefnum, sem sveitarfélögunum er skylt að leysa fyrr en síðar. Hér hefúr nú verið leitast við að lýsa helstu breyting- um á umhverfi sveitarfélaganna að undanfömu og draga fram í almennum orðum nokkur rök er renna stoðum undir samhljóða kröfu sveitarfélaganna um rýmkun tekjustofna eða með öðmm orðum auknar tekjur. Hvað Reykjavíkurborg varðar skyldi engum koma á óvart að ég tel hana hafa nokkra sérstöðu. Afnám aðstöðugjaldsins 1993 kom verr við borgina en flest önnur sveitarfélög og sama má segja um niður- fellingu sérstaka skattsins á verslunar- og skrifstofúhús- næði í áföngum með lögum nr. 148/1995 og upptöku ljármagnstekjuskatts með lögum nr. 97/1996. Þá er í mínum huga ljóst að borgin hefur 1 ört vaxandi mæli kostnað af því að rækja skyldur sínar sem höfúðborg, og þangað leita margir íjölþættari félagslegrar aðstoðar en völ er á víðast annars staðar, auk þess sem ráðstafanir ríkisvaldsins til spamaðar innan heilbrigðiskerfísins hafa óhjákvæmilega valdió auknu álagi á félagsþjónustu borgarinnar. Viðfangsefnin eru því ærin og af þeim ræðst tekjuþörfin að gefnum eðlilegum forsendum um ráðdeild og skilvirkni. Rekstrargjöld borgarsjóðs nettó verða á þessu ári ríf- lega 15 milljarðar króna samkvæmt gildandi fjárhags- áætlun eða nálægt 82% af skatttekjum. Alagningarhlut- fall útsvars í Reykjavík var sem kunnugt er hækkað úr 11,24 í 11,99% eða því sem næst í hámark. Fasteigna- skattur á íbúðarhúsnæði var lækkaður úr 0,421 í 0,385%, en á móti var tekið upp sorphirðugjald sem kemur til ffá- dráttar kostnaði af hreinlætismálum, og tekjur af því samsvara nokkum veginn lækkun tekna af fasteigna- skattinum. Útsvarstekjur em áætlaðar ríflega 15,5 millj- arðar, fasteignaskattar tæplega 2,9 milljarðar og skatt- tekjur borgarinnar samtals 18,4 milljarðar króna. Rekstr- argjöld brúttó em áætluð ríflega 20,8 milljarðar króna, en þar frá dragast tekjur málaflokka samtals að fjárhæð tæplega 5,8 milljarðar króna. Skatttekjur og aðrar rekstr- artekjur borgarsjóðs eru því samanlagt áætlaðar 24,2 milljarðar króna. Nauðsynlegt er að fara nokkrum orðum um tekjur málaflokka þegar reifaðar em hugmyndir um möguleika sveitarfélaganna til aukinnar tekjuöflunar. í því sam- bandi vil ég þó strax taka fram að það er yfirlýst stefna Reykjavíkurlistans að beita þjónustugjöldum sem stýri- tæki og til að jafna aðstöðumun fólks en ekki til þess að fæla fólk ffá þeirri þjónustu sem það getur illa verið án. Að þessu sögðu má segja að rekstrartekjur borgarsjóðs aðrar en skatttekjur skiptist í grófum dráttum sem hér segir: Vaxtatekjur eru hér látnar liggja milli hluta, enda Eignatekjur 1.762 millj. kr. Dagvistargjöld á leikskólum 776 millj. kr. Aðgangseyrir, veitingasala o.fl. 430 millj. kr. Notendagjöld af ýmsum toga 1.000 millj. kr. Hluti holræsagjalds 145 millj. kr. Ýmsar endurgreiðslur og millifærslur 1.660 millj. kr. Samtals: 5.573 millj. kr. dragast þær frá ijármagnsgjöldum, en af sundurliðuninni má ráða að þar sé ekki feitan gölt að flá. Eins og nú horfir má reikna með að eignatekjur borgarsjóðs muni lækka þar sem gert er ráð fyrir að arðurinn af Orkuveitu Reykjavíkur lækki á næstu árum. Þær endurgreiðslur sem borgarsjóður fær em í meginatriðum bundnar með samningum eða sérstökum ákvörðunum, en þar má nefna framlög til sjúkraflutninga, viðhalds þjóðvega, sérskóla og dvalar- og hjúkrunarheimila aldraðra, svo nokkur dæmi séu tekin. Afgangur frá rekstri er áætlaður um 2,8 milljarðar 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.