Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Qupperneq 24

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Qupperneq 24
FJÁRMÁL útgjöld og tekjuöflun sveitarfélaga, en af hálfu sveitarfélaganna er til- gangurinn sá að hafa áhrif á ákvarð- anir ríkisvaldsins um verkefni sveit- arfélaga og tekjumöguleika þeirra. 1 Qórða lagi er svo mismunur milli Norðurlanda varðandi tilhögun tekjujöfnunar milli sveitarfélaga. I Svíþjóð og Danmörku felst tekju- jöfnunin í innbyrðis skiptingu á álögðum heildartekjum sveitar- félaga, en í Noregi fá einstök sveitarfélög framlög til tekjujöfhun- ar úr ríkissjóði. III. Það er kunnara en frá þurfi að segja að sveitarfélögin gegna afar þýðingarmiklu hlutverki í opinberri stjómsýslu hér á landi. Tilvist þeirra er tryggð í 76. gr. stjómarskrárinnar sem og réttur þeirra til þess að ráða sjálf málefnum sínurn innan þeirra reglna sem löggjafmn setur. Tilvist sveitarfélaganna tryggir tvímæla- laust valddreifmgu í samfélaginu og em sveitarfélögin því einn af hom- steinum lýðræðisins. I þessu sam- hengi er vert að hafa það sérstaklega í huga að miklu skiptir fyrir sveitar- stjórnarmenn að skýrt sé jafnan kveðið á um það í lögum hver verk- efni og tekjur sveitarfélaganna em. Sveitarstjórnarmenn og aðrir sýsl- unnar menn í opinberri þjónustu verða ávallt að vera minnugir þess að heimildir þeirra tii verka og tekjuöflunar em samkvæmt stjóm- arskrá bundnar við það sem lög ákveða, meðan athafnafrelsi annarra starfsmanna á vinnumarkaði er á hinn bóginn að íúllu tryggt í stjóm- arskrá að öðm leyti en því sem það er takmarkað í lögum. Með öðmm orðum má segja að í opinberum rekstri má eingöngu vinna að þeim verkefnum sem heimiluð em í lög- um, en i einkarekstri má vinna að öllum þeim verkefnum sem ekki em bönnuð að lögum. Þetta samhengi er brýnt að hafa í huga þegar horft er til lýðræðis og valddreifingar, verkefna sveitarfélaga og möguleika þeirra til tekjuöflunar. Með þessi grunnatriði varðandi verkefni og skyldur sveitarfélaga í huga er mikilsvert að fram verði sett skýr markmið um tekjustofna sveit- arfélaga. í því efni má hugsa sér eft- irfarandi meginþætti: • Sveitarstjómum verði tryggðir fullnægjandi tekjustofnar til þess að sinna verkefnum sem þeim eru falin að lögum. Tekjustofnakerfi sveitarfélaga verði nægilega fjölþætt og sveigjanlegt til þess að geta mætt breytingum á kostnaði við framkvæmd verkefna. • Tekjur sveitarfélaga byggi sem mest á staðbundnum sköttum og þjónustugjöldum, sem lögð em á að lögum, og skulu sveit- arstjómir hafa vald til þess að ákveða upphæð þeirra. • Jafnvægi verði milli íbúa og fyrirtækja í dreifingu skatt- byrðarinnar, þannig að skattar endurspegli kostnað við hvom hóp um sig. • Fjárframlög ríkis til sveitarfé- laga verði sem mest almenn og í eins litlum mæli og mögulegt er bundin ákveðnum verkefn- um. • Leiðrétt verði svo sem kostur er áhrif ójafnra tekjumöguleika og útgjaldaþarfa sveitarfélaga með framlagi úr jöfnunarsjóði. Jöfnunargreiðslur verði eins almennar og kostur er, en verði ekki bundnar sérstökum verkefnum. Á grundvelli almennra markmiða um tekjuöflun sveitarfélaga er mik- ilsvert að fá fram sem flestar hug- myndir urn mögulega tekjustofna. Sem innlegg í þá umræðu má hugsa sér eftirtalda þætti: • Hin fjölmörgu sérgjöld vegna húsbygginga, s.s. skipulags- gjald, gatnagerðargjöld, bygg- ingarleyfisgjöld og tengigjöld veitna, verði sameinuð í eitt gjald sem renni til viðkomandi sveitarfélags. • Sveitarfélögin fái hlutdeild í gjaldtöku umferðar. • í gjaldstofni vatnsveitna og hitaveitna verði gert ráð fyrir eðlilegri þátttöku veitufyrir- tækja í lagningu og rekstri frá- veitu. • Holræsagjald verði fellt niður og fasteignaskattur hækkaður til þess að standa undir kostn- aði við ffáveitu. • Felldar verði niður undanþágur ffá greiðslu fasteignaskatts. • Tryggður verði lagagrundvöll- ur þjónustugjalda og þeim verði almennt ætlað að standa undir stærri hluta af kostnaði við veitta þjónustu. • Afnumdir verði afslættir í ein- stökum gjaldskrám, sem mis- muna einstaklingum og fyrir- tækjum á grundvelli sér- greindrar stöðu og brjóta í bága við jafnræðisreglu stjóm- sýslulaga. Eg hef þessa upptalningu ekki lengri að sinni. Þess í stað vil ég leggja áherslu á mikilvægi þess að menn íhugi og leggi fram tillögur um tekjuöflunarleiðir fyrir sveitarfé- lögin, sem leitt geta til sanngjamrar tekjuöflunar, réttlátari skattlagning- ar og skilvirkari tengingar hennar við sívaxandi kröfur um aukna þjónustu sveitarfélaganna. Greinin er samhljóða eríndi sem höfund- urflutti á 56. fundi fulltrítaráðs sambands- ins sem haldinn var i Reykjavík 16. april sl. 2 1 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.