Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Qupperneq 30

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Qupperneq 30
MENNINGARMÁL Fornleifafræðingafélag íslands stofnað Margrét Hermanns Auðardóttir dr. fiL, formaður Fomleifafrað- ingafélags Islands Hópur fornleifafræðinga stóð hinn 11. febrúar sl. að stofnun fag- félags, Fomleifafræðingafélags ís- lands, skammstafað FFÍ. Fullgild fé- lagsaðild miðast við sams konar hæfniskröfur og gilt hafa til kandídatsprófs eða meistaraprófs i öðrum fagfélögum háskólamanna hér á landi, svo sem Arkitektafélagi Islands. Félagið stendur opið öllum þeim sem numið hafa fornleifa- ffæði, hvort heldur menn sækja um félagsaðild sem fullgildir félagar eða aukafélagar. Fyrir er „Félag ís- lenskra fornleifafræðinga“ sem byggir á almennari grundvelli um félagsaðild en félagið sem hér um ræðir. Höfuðmarkmið Fornleifafræð- ingafélags íslands er efling íslenskr- ar fomleifafræði, og brýnast í þeim efnum er eins og sakir standa að efla veika stöðu hennar sem sjálf- stæðrar fag- og vísindagreinar. Þrátt fyrir virðingu þjóðarinnar fyrir fom- minjum sínum og sívaxandi al- menns áhuga á fræðilegri túlkun þeirra hefúr fræðigreinin engan fast- an sess við opinberar háskólastofn- anir í landinu, s.s. Háskóla íslands. Hér á landi hefur hlutskipti forn- leifafræðinnar fram til þessa verið að þjóna sem stoðgrein við söfn og háskóladeildir á öðmm fagsviðum. Sú staða hefur hamlað þróun ís- lenskrar fomleifafræði sé miðað við sterka stöðu fræðigreinarinnar við helstu lykilháskóla annarra ríkja í Evrópu. Hér á landi hefur íslensk fornleifafræði því ekki haft sam- bærilega stöðu við Háskóla íslands og fomleifaffæði annarra rikja Evr- ópu. Hefúr þetta m.a. leitt til skorts á faglegu aðhaldi í stjórnun sem rekstri íslenskra fomleifamála. Fornleifafræðingafélag íslands mun beita sér fyrir opnum fyrirlestr- um sem gefa öllum áhugamönnum um íslenska fomleifaffæði tækifæri til að fylgjast með rannsóknum á þessu sviði. Félagið mun auk þess beita sér fyrir samvinnu við nálæg og skyld fræðasvið ásamt virkum tengslum við sams konar félög og samtök fornleifafræðinga utan Is- lands. Hluti stofnfélaga Fomleifa- ffæðingafélags íslands tilheyrir þeg- ar Evrópusamtökum fomleifafræð- inga, European Association of Archaeologists, sem nær til Vestur- og Austur-Evrópu. Póstfang félagsins er: Pósthólf 7345, 127 Reykjavík, og símar og netföng fyrst um sinn: 552 3243/ 551 1395 mha@rhi.hi.is eða bjamif@mmedia.is Á Fornleifafræöingafélag íslands erindi viö sveitar- félög landsins? í ofangreindri fréttatilkynningu getur að lesa um nýstofnað fagfélag fornleifafræðinga, Fornleifafræð- ingafélag Islands. Spurt er hvort sú félagsstofnun eigi eitthvert erindi við málgagn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sveitarstjómarmál. Já, sveitarfélög- in, fyrirtæki og félagasamtök geta aflað sér upplýsinga hjá Fomleifa- fræðingafélaginu um þá sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga sem gætu tekið að sér verkefni og ráð- gjöf sem kalla á sérþekkingu í fom- leifafræði. Ráðgjöf og verkefni geta falið í sér fomleifarannsóknir, fom- leifaskráningu, mat á umhverfis- áhrifum og skipulagsúttektir þar sem taka ber tillit til ákvæða þjóð- minjalaga um verndun fornleifa. Einnig gæti slík ráðgjöf eða verk- efni falið í sér miðlun upplýsinga um staðbundnar fomleifar í sýning- um eða bæklingum, á skiltum við einstakar fornleifar eða fornleifa- svæði, á heimasíðum eða öðru tölvutæku miðlunarformi sem nýta mætti í ferðaþjónustu sem annarri kynningu í viðkomandi sveitarfé- lagi. í röðum félagsmanna Fomleifa- fræðingafélagsins er að fínna sjálf- stætt starfandi fornleifafræðinga sem hafa reynslu af því að sinna verkefnum á sviði fomleifaffæði vítt og breitt um landið. Þau fjölmörgu verkefni sem þeir hafa skilað af sér hafa ýmist verið rekin í samvinnu við sveitarfélög, félagasamtök, há- skóla- og rannsóknastofnanir og safnastofnanir hér á landi og erlend- is. Slík reynsla felur meðal annars i sér að viðkomandi hafa unnið að fjárhags- og framkvæmdaáætlunum, m.a. vegna umsókna til innlendra og erlendra rannsóknasjóða, auk stjóm- unar og reksturs verkefna á sviði fomleifafræði. Með tilvísan í ofangreinda frétta- tilkynningu er eins og áður segir forsvarsmönnum sveitarfélaga, fýr- irtækja og félagasamtaka bent á að þeir geti aflað sér upplýsinga hjá Fomleifafræðingafélagi Islands um þá sjálfstætt starfandi fomleifaffæð- inga sem gætu tekið að sér verkefni og ráðgjöf sem kalla á sérþekkingu í fomleifafræði. 220
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.