Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 37
FRÆÐSLUMAL Svæðisbundin efling símenntunar — Reynsla af Suðurnesjum Ólafur Jón Ambjömsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðumesja Inngangur Það er óhætt að segja að síðastlið- in ár hefur umræða um menntamál á íslandi verið meiri og ákafari en marga undangengna áratugi. Flutn- ingur gmnnskóla til sveitarfélaga og ný lög um skólastigin hafa óneitan- lega haft sitt að segja, en það sem er athyglisvert við umræðuna nú er að hún er almennari en áður og ekki einungis bundin við skólafólk, aðra fagaðila eða kjörna fulltrúa. For- eldrar, aðilar vinnumarkaðar og ekki síst fjölmiðlar hafa tekið virk- ari þátt í umræðunni, verið gagnýnir og lagt fram tillögur til úrbóta. Sjálfsagt þyrfti að fara aftur til upp- hafs sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar til að fmna ámóta áhuga á menntun- armálum í landinu. Þessi umræða endurspeglar vissu- lega þær áherslur sem em i heimin- um nú sem staðfesta að skóla- og menntamál em ekki lengur talin til hinna svokölluðu „mjúku“ mála, heldur forsenda samkeppnishæfni þjóða á alþjóðlegum markaði og mikilvægasti gmndvöllur hagsældar ibúanna. Einn meginþungi umræðunnar hefur verið að ekki er lengur hægt að ganga að því sem vísu að nokkur raunvemlega ljúki námi þrátt fyrir útskrift úr skóla. Störfúm fækkar ört sem ekki krefjast einhverrar mennt- unar og nýjum störfum - störfum sem við ekki sáum fyrir fyrir ein- ungis áratug - fjölgar enn örar. Reynslan nægir ekki lengur ein og sér. Hið formlega skólakerfí nær einfaldlega ekki að undirbúa og þjálfa nemendur fyrir öll þau störf sem verða til - við sjáum þau ein- faldlega ekki fyrir nægilega snemma. Til að mæta þörfúm nútímasam- félags fyrir upplýst og þjálfað vinnuafl og til þess að mæta ömm breytingum samfélagsins þarf í raun hvert og eitt okkar að vera tilbúið til að „læra allt lífið“. Starfstengt nám („...nokkrar ungar manns Persón- ur af tvítugs aldri skuli útsendast til Kaupinhafnar til að læra timbur- manns, múr- og steinhöggvara pró- fessionir til að innfæra aftur sömu handverk hér í landet" (lögþ. bókin 1759, nr. 25). Það hefúr löngum verið ljóst að þrátt fyrir alla umræðu, áhuga og vilja hefúr uppbygging og endumýj- un starfsmenntunar reynst okkur Is- lendingum erfítt verkefni og ekki síst skólakerfinu. Tína mætti til ótal skýringar á þessum vanda en eitt er ljóst að starfsmenntun, hvort heldur um er að ræða grunn- eða endur- menntun, er dýr og verður aldrei til árangurs nema með raunvemlegum vilja og að ffumkvæði þess atvinnu- lífs sem hún á að þjóna (ef ffá em taldar lögbundnar stjórnvaldsað- gerðir, (svo sem lög um iðnmennt- un). Þetta em engin ný sannindi og má sjá ein fyrstu dæmi þessa í til- lögu Skúla Magnússonar landfógeta (hér að ofan) þar sem vilji yfirvalda til þess að létta byrði verslunarinnar vegna kostnaðar við sendingu brota- manna á Brimarhólm varð til bygg- ingar „tugthússins“ sem nú hýsir Stjórnarráðið og vegna skorts á verkkunnáttu fyrir slíkar rammgerð- ar byggingar. „Tilraunaverkefni til efl- ingar starfsmenntun á Suöurnesjum“ í október 1995 samþykkti skóla- nefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) heildstæða áætlun um upp- byggingu starfsmenntunar á Suður- nesjum. Áætlun þessi tók í fyrsta lagi til uppbyggingar nýrra starfs- námsbrauta við skólann í tengslum við atvinnulífið á Suðurnesjum. I öðm lagi til endur- og símenntunn- ar, í þriðja lagi til styrkingar svæðis- bundinnar náms- og starfsráðgjafar og í fjórða lagi til gæðamála á sviði menntunar. Áætlunin var í raun endurskoðun og útvikkun á áætlun sem unnið hafði verið effir í samvinnu við að- ila vinnumarkaðar og sveitarfélög á Suðumesjum frá 1990. Kynningarrit samstarfs- hóps um símenntun á Suöurnesjum Árið 1996 var Evrópskt ár sí- menntunar og með því vildu Evr- ópuþjóðir leggja áherslu á nauðsyn þess að endumýja stöðugt þekkingu sína og þjálfún starfsfólks á vinnu- markaði. Evrópusambandið veitti af þessu tilefni styrki til verkefna sem tengdust símenntun. Af þessu tilefni og með styrk ffá Evrópusambandinu gaf áhuga- mannahópur skipaður fulltrúum at- vinnulífs, sveitarfélaga og skóla á Suðumesjum út kynningarrit undir titlinum „Framtíð íyrirtækja felst í menntun og þjálfun starfsmanna“ með upplýsingum um starfsmennt- un í atvinnulífmu og samkeppnis- stöðu fyrirtækja. Bæklingurinn kom 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.