Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Side 41

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Side 41
FRÆÐSLUMÁL fræðslustofnanir, stéttarfélög, fyrir- tæki og samtök á Islandi gerðust stofnaðilar félagsins og Qölmargir hafa bæst i hópinn. Hér er án efa öflugasti samstarfsvettvangur aðila vinnumarkaðar, skóla og annarra fræðsluaðila á sviði grunn- og sí- menntunar til þessa. I samræmi við lög og stefhu félagsins hefur það nú þegar tekið að sér fjölmörg verkefni á ffæðslusviðinu. Þann 12. apríl síð- astliðinn var haldið stefnuþing MENNTAR að Hótel Sögu og var þar kynnt tillaga að stefnu næstu ára undir heitinu „2000 lausnin: Mennt- un“, en menntamálaráðherra, Bjöm Bjamason, setti þingið. Eitt þeirra verkefna sem MENNT hefur tekið að sér er skipulagning DAGS SÍMENNTUNAR sem ffarn fór 28. ágúst. Fjölmargir aðilar um allt land kynntu þá starfsemi sína og var markmiðið að vekja athygli al- mennings á Qölbreyttu námsfram- boði þeirra. Þá var fluttur fjöldi fyr- irlestra um símenntun, kynnt fjar- kennsla og meðal annars notast við gagnvirkt fundakerfi. Mikill áhugi var á verkefninu og fjölmargir aðil- ar lögðu fram metnaðarfullar staðar- dagskrár. Óhætt er að segja að dagur símenntunar hafi tekist vel og verið skipuleggjendum og verk- efnisstjórn hvatning ti! frekari verkefna á þessu sviði. Frekari upplýsingar um MENNT em fáanlegar á skrifstofu MENNT- AR, Laugavegi 51, Sími 511 2660. Heimasíðan er www.mennt.is Höfundur er skólameistari Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, verkefnastjóri „Europe- an Regional Vocational Counsellor" og situr i stjórn MENNTAR og Miðstöðvar sí- menntunar á Suðumesjum. Frekari upplýsingar fúslega veittar - netfang olijon@fss.is 1) Greinarhöfundur átti auk þess sœti í nefnd menntamálaráðherra um endurskoð- un náms- og starfsráðgjafar á Islandi sem skipuð var á síðasta ári. Menntamálaráðu- neytið hefur geftð út skýrslu um niðurstöð- ur nefndarinnar. Þar koma meðal annars fram tiliögur um framhaldsnám fyrir t.d. iðnmennlað fólk til að standa að starfskynningu i grunn- og framhaldsskól- um. 2) Hœgt er að nálgast heimasíðu LB verk- efnisins á Intemetinu tilfrekari upplýsinga. 3) Frekari upplýsingar má fmna á heima- siðu FS www.fss.is undir „Erlend sam- starfsverkefni ’’. 4) Lárus Pálmason, meistari i netagerð og kennari og deildarstjóri veiðatfœradeildar Fjölbrautaskóla Suðumesja. 5) Frœðslunet Austurlands, sem stofnað var i lok siðasta árs, er í þessu sambandi gott dœmi um uppbyggingu háskólamennt- unar á landsbyggðinni og frumkvœði heimamanna til styrkingar byggð. 6) Samanber skýrslu VSÍ og RHÍ (1997) um simenntun í atvinnulífinu og ský’rslu RHI um sama efni. Fosshótel fellur að óskum þínum Þegar kemur að ráðstefnu- og fundarhöldum þá er Fosshótel Kea afbragðs kostur. Hótelið hefur 4 vandaða sali sem rúma 20 - 230 manns, og góðan tækjabúnað. 73 herbergi með öllum þægindum eru til staðar auk góðra veitinga. Múra ■ fOaHOTfl Afþreying þín - okkar ánægja Hafnarstræti 87-89 • 600 Akureyri • Sími: 460 2000 • Fax: 460 2060 Á hótelinu eru 4 ráöstefnu- og fundarsalir fyrir 20 - 230 manns. 23 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.