Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Qupperneq 42

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Qupperneq 42
HEILBRIGÐISMÁL Nýjar reglur um tóbaksvarnir á vinnustöðum Þorsteinn Njdlsson dr. med., formaður bæjarráðs Hafnarjjarðar ogformaður tóbaksvarnanefndar Nýjar reglur um tóbaksvarnir á vinnustöðum öðluðust gildi hinn 15. júní sl. Reglur þessar taka á mörg- um þáttum sem hafa verið umkvört- unarefni reyklausra starfsmanna fyr- irtækja og stofnana. Algert reyk- ingabann er nú í gildi i og við skóla, heilsugæslustöðvar og aðrar stofn- anir sem sinna heilbrigðisþjónustu. Undantekningar eru þó fyrir dvalar- gesti sjúkrahúsa og dvalarheimila en starfsmönnum þeirra stofnana er óheimilt að nýta sér þær. Bannað er að reykja á öllum stöðum sem al- menn afgreiðsla eða þjónusta fer fram en sérstakar reglur gilda enn fýrir veitinga- og skemmtistaði. Tekinn er af allur vafi um að reykingar eru bannaðar í öllu rými þar sem almenningur hefur aðgang að við leit að þjónustu eða afþrey- ingu, undantekningar eru þó dans- og skemmtistaðir. Reykingar eru því bannaðar í öllu afgreiðslurými; þetta á við verslanir, söluturna, banka og sparisjóði, pósthús, rak- ara- og hárgreiðslustofur, sólbaðs- og snyrtistofur, íþróttahús, mynd- bandaleigur, leiktækjasali, opinbera afgreiðslu, afgreiðslu fyrirtækja og aðra sambærilega staði. Reykingar eru líka bannaðar í matstofum, kaffistofum, fundarherbergjum, á göngum, í lyftum, stigum og and- dyrum fyrirtækja og stofhana. Ekki má heldur reykja í búningsherbergj- um og á snyrtiherbergjum. Atvinnurekandi getur leyft starfs- inanni sem er einn í herbergi að reykja þar enda á almenningur ekki erindi þangað inn, en aðrir starfs- menn mega ekki nýta sér þessa starfsaðstöðu einstaklingsins til að reykja. Sama á við um vinnurými tveggja starfsmanna en aldrei fleiri, atvinnurekandi má heimila reyking- ar ef báðir eru reykingamenn og báðir samþykkja. Samkvæmt reglugerðinni á sama við í færanlegri vinnuaðstöðu fýrir- tækja, skúrum og vinnubúðum og bifreiðum fýrirtækja. Þar sem reykingar eru á hinn bóg- inn leyfðar skal vera fullnægjandi loftræsting og þess gætt að þeir sem ekki reykja verði ekki fyrir óþæg- indum af völdum tóbaksreyks. Allt eftirlit er í höndum Vinnueftirlitsins. Sérstaklega er ástæða til að ítreka að allar reykingar eru óheimilar og engin afdrep leyfileg fýrir reykingar við dagvistir barna, leikskóla, grunnskóla, félags- og tómstunda- heimili fýrir böm og unglinga undir 18 ára aldri, framhaldsskóla, sér- skóla, heilsugæslustöðvar og hvers kyns stofúr heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt tóbaksvamalögum er opinberum stofnunum ríkis og sveitarfélaga gert skylt að vera reyk- laus 1. janúar 2001. I raun gefur reglugerð um reykingar á vinnu- stöðum nægan gmnn til að sveitar- stjómir og ríkisstofnanir útiloki al- gjörlega allar reykingar í húsnæði sínu. Fordæmi er mikilvægasta for- vömin, því hvet ég sveitarstjómar- menn til að gera tóbaksvamastarf að sínu máli og láta starfsmenn sveitar- félaga og sérstaklega bömin í sveit- arfélögunum okkar finna og vita að reykingar eru hvorki eðlilegar né sjálfsagðar. 232
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.