Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Side 49

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Side 49
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM áréttaði hann nauðsyn samstarfs allra aðila að skólamálum og þróun þeirra í landinu. Háskólinn og þjóðlífíð Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, ræddi um háskólann og þjóðlífið. Lýsti hann almennt meg- inhlutverki HI sem eru rannsóknir, kennsla og þjónusta. Þá nefndi hann nokkur atriði sem skólinn vinnur að til að efla tengsl skólans við þjóðlífíð al- mennt. Þá ræddi hann um starfsemi skólans á Suður- landi, þ.e. rannsóknar- stofnunina í Vestmanna- eyjum og rannsóknarmið- stöð í jarðskjálftaverk- fræði sem valinn hefur verið staður á Selfossi. Einnig nefndi hann að í undirbúningi er samvinna Hveragerðisbæjar og Háskóla Islands um rannsóknir á hveraörverum. Umhverfismál - hagur sveitarfélaga Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfis- ráðuneytinu, ræddi um umhverfismál - hag sveitarfé- laga svo og samvinnu sveitarfélaganna í landinu og um- hverfísráðuneytisins í þessum málaflokki, s.s. fráveitu- málum, sorphirðu og sorpforgun. Einnig ræddi hann hugmyndir um framtíðarverkefni í þessum málaflokki, svo sem friðlýsingu landsvæða o.þ.h. Þá ræddi hann um endurheimt votlendissvæða, svo sem við Eyrarbakka. Einnig ræddi hann hugsanlega friðun Ölfúsfora, rekstur náttúrustofa, sem nú em reknar á fimm stöðum á land- inu, og náttúruvemdarlög. Þá nefndi hann einnig Staðar- dagskrá 21, þ.e. hvaða leiðir sveitarfélög ætla að fara í sjálfbærri þróun í framtíðinni. Einnig ræddi hann um umhverfismál sem hagstjómartæki, s.s. skilagjöld, um- hverfísskatta, spilliefhagjöld og urðunarskatta. Skil 21 - nýting á lífrænum úrgangi til landgræóslu Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri sam- takanna „Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs", ræddi um sérstöðu landnáms Ingólfs bæði hvað varðar íbúa- Qölda, en í landnáminu búa 70% landsmanna, og afleitt ástand þess hvað gróðurfar varðar, svo og þau verkefni sem samtökin hafa unnið að í landgræðslu í landnáminu. Þá ræddi hún verkefnið Skil 21 sem samtökin em aðili að ásamt Reykjavikurborg og útskýrði það, svo og þann ávinning sem hægt er að hafa af því. Ályktanir aöalfundarins Byggðamál Almenningssamgöngur Aðalfundur SASS 1999 ítrekar enn á ný mikilvægi þess að koma upp viðunandi almenningssamgöngum í kjördæminu og þá t.d. í samstarfi við Svæðisvinnumiðl- un Suðurlands. Með almenningssamgöngum um svæðið aukast möguleikar íbúa þess á að sækja atvinnu, þjón- ustu og menningarviðburði víðs vegar um kjördæmið. Aðalfundur SASS óskar eftir að nefnd um almennings- samgöngur á vegum SASS og Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands hraði störfúm og ljúki þeim fyrir vorið. Atvinnuuppbygging Aðalfundur SASS 1999 leggur þunga áherslu á að hraða uppbyggingu atvinnulífs og auka íjölbreytileika at- vinnutækifæra á Suðurlandi með: ajStækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn og við það verði miðað að hún verði alhliða inn- og útflutningshöfn auk þess sem hún gegni núverandi þjónustuhlutverki. bjHraðað verði gerð Suðurstrandarvegar og litið verði á lagningu vegarins sem sérstakt verkefni í tengslum við fyrirhugaða kjördæmabreytingu og er ein af aðalfor- sendum fýrir henni. cjOrkumál. Vegna fyrirhugaðra breytinga á skipan orku- mála verði fylgst náið með þróun þeirra mála og gætt verði hagsmuna svæðisins. Fundurinn beinir þvi til stjómar SASS og Atvinnuþró- 239

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.