Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Síða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Síða 66
KYNNING SVEITARSTJORNARMANNA Guðjón Árnason sveitarstjóri Vestur- Eyjafjallahrepps Guðjón Arna- son, fyrrverandi skólastjóri, var ráðinn fyrsti sveitarstjóri Vestur-Eyj a- fjallahrepps frá sl. áramótum. Fram að því haföi oddviti hreppsins, nú síðast Sveinbjöm Jónsson, bóndi í Stóru-Mörk, gegnt því embætti. Guðjón er búsettur á Hvolsvelli ásamt fjölskyldu sinni. Guðjón er fæddur í Stóm-Mörk 5. júlí 1949, sonur hjónanna Lilju Olafsdóttur, húsfreyju frá Skálakoti, og Ama Sæmundssonar, bónda og hreppstjóra ffá Stóm-Mörk, en hann er látinn. Guðjón lauk gagnfræða- prófi ffá Skógaskóla 1966 og kenn- araprófi frá Kennaraskóla Islands 1972. Frá þeim tíma til 1994 starf- aði Guðjón við kennslustörf, lengst af sem skólastjóri Gagnfræðaskól- ans á Hvolsvelli. Eftir það starfaði hann hjá Náttúrufræðistofnun ís- lands og sem framkvæmdastjóri hjá Sælubúinu á Hvolsvelli. Auk kenn- aranáms stundaði hann tveggja ára nám í íslensku við Háskóla Islands og fjölda námskeiða sótti hann í tengslum við kennslu og skóla- stjóm, þar á meðal stjórnendanám við Kennaraháskóla íslands. Guðjón hefur tekið þátt í félags- störfum í tengslum við kennslu, m.a. í stjóm Kennarafélags Suður- lands, svo og íþrótta- og æskulýðs- mál á yngri ámin. Eiginkona Guðjóns er Guðbjörg Gunnlaugsdóttir sjúkraliði, nú leið- beinandi við leikskólann Örk á Hvolsvelli. Þau eiga þijá syni. Reynir Þorsteinsson sveitarstjóri Raufarhafnar- hrepps Reynir Þorsteinsson, hrepps- nefiidannaður í Raufarhafnarhreppi, hefur verið ráðinn sveitarstjóri hreppsins á ný frá 25. júní sl. Reynir hefur átt sæti í hrepps- nefndinni frá árinu 1994, var oddviti hreppsins á árunum 1994-1998 og gegndi starfi sveitarstjóra frá 15. nóvember 1995 til októberloka 1996. Reynir var kynntur í 1. tbl. Sveit- arstjórnarmála fljótlega eftir að hann tók við starfi sem sveitarstjóri. Sú breyting hefur síðan orðið á að þá átti hann eitt bam en nú á hann tvö. UPPLYSINGAR Á LJÓSHRAÐA! LASERPRENTARA BYLTINGIN FRÁ MINOLTA -Á VERÐI SEM KEMUR Á ÓVART! PAGEPRO 6:6 eintök ó min. 600x600 dpi, PCL Se snmhæfður. PAGEPRO 12:12 eintök ó min. 600x600 dpi. Aukabúnaður: Netkort,PostScript og pappirsbakki. PAGEPRO 20: 20 eintök ó min. A3 (yfirstærð) 600x600 dpi. Aukabúnaður: Netkort,PostScript og pappirsbakki. MINOITA KJARAN TÆKNIBUNAÐUR COLOR PAGEPRO: Fyrir PC og Mac. 3 eintök í lit, 12 eintök sv/hv. ú min. 600x600 dpi. Aukabúnaður: Netkart,PostScript og pappírsbakki. SKYR MYND-SKYR HUGSUN SÍÐUMÚL112 108 REYKJAVÍK SÍMI510 5500 510 5520 www.kjaran.is 256

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.