Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Page 44

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Page 44
UMHVERFISMAL Ú rgangsþríhyrningurinn Forgangsröð við meðhöndlun úrgangs Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 Meðhöndlun úrgangs er meðal þeirra verkefna sem sveitarfélögum er ætlað að sinna. Samfara auknum kröfum og vaxandi umhverfisvitund þarf sífellt að leita nýrra leiða til að losna við úrganginn eða meðhöndla hann með viðunandi hætti. Víða eru urðunarstaðir reknir á bráðabirgða- starfsleyfum og mörg sveitarfélög standa frammi fyrir erfiðu vali varðandi framtíðarlausn úrgangs- mála. Sums staðar velta menn því fyrir sér hvort hægt sé að fá fram- lengingu á bráðabirgðastarfsleyfinu fyrir urðunarstaðinn, og annars staðar er hugað að fjárfestingu sem tryggja á framtíðarlausn þessara mála. Hér verður ekki reynt að gefa óyggjandi svar við þeirri spumingu hvaða lausnir séu bestar, hvorki ífá íjárhagslegu né umhverfislegu sjón- armiði. Engin slík algild svör em til. Tilgangur þessarar greinar er aðeins sá að kynna forgangsröð sem heppi- legt er að hafa í huga þegar ákvarð- anir eru teknar um meðhöndlun úrgangs. Forgangsröð við meðhöndlun úrgangs er hægt að lýsa myndrænt með svokölluðum úrgangsþríhym- ingi (e. waste management hier- archy). Þetta hugtak er lítt þekkt hérlendis, en hefur verið notað í opinberri umræðu í Bandaríkjunum allt frá árinu 1976. Þríhymingurinn er þannig byggður upp að fyrst ættu menn að skoða efsta og stærsta hluta hans. Þar er kynntur heppileg- asti valkosturinn frá umhverfislegu sjónarmiði. Ef sá valkostur er ekki fyrir hendi eða þegar fullnýttur færa menn sig eitt skref niður á við, eða velja með öðmm orðum næstbesta kostinn. Að honum frágengnum er farið einu þrepi neðar og þannig koll af kolli þar til enginn valkostur er eftir nema sá lakasti sem ták- naður er með neðsta og minnsta hluta þríhymingsins. Hér á eftir verður farið nokkmm orðum um einstaka hluta þríhym- ingsins: Lágmörkun Besta leiðin til að fást við þau vandamál sem fylgja úrgangi er að koma í veg fyrir að úrgangurinn myndist eða að draga úr magninu eins og kostur er. Slíka möguleika ætti að skoða áður en lengra er haldið. Þar með er komist hjá þeim kostnaði og áhættu sem fylgir neðri stigum þríhymingsins. Umhverfís- væn hönnun vöru og framleiðslu- ferla er viðleitni í þessa átt. Einnig er oft ástæða til að spyrja eftirfaran- di spurninga: Er varan yfirleitt nauðsynleg? Þarf að nota hana í svona miklu magni? Eru umbúð- irnar nauðsynlegar? í þessu sam- bandi er hollt að hafa í huga að allur úrgangur hefur einhvern tímann verið keyptur fyrir peninga. Endurnotkun Eftir að leitað hefur verið allra leiða til að draga úr magni þess úrgangs sem myndast, liggur næst úrgangsþri'hyrningurinn. Leltin að bestu leiðinnl til að meðhöndla úrgang byrjar efst. 298

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.