Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 9

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 9
NEMENDAMÓT Á BIFRÖST í Hermesi í fyrra var farið nokkrum orðum um Nemendamót NSS haustið ’68, hversu vel það hefði tekizt, þrátt fyrir fámenni og mikið fjár- hagslegt tap, og í framhaldi af því var hvatt til fjölmennis á næsta NSS-mót . Því miður varð sú hvatning til lítils. Nálægt 70 félagar voru á móti því, sem haldið var dag- ana 30. og 31. ágúst í fyrra á Bifröst og varð halli því nokkur. Þessi litla þátttaka ásamt neikvæðri afstöðu hótelyfirvalda, hefur nú leitt til þess, að þetta mót verður að líkindum síðasta NSS-mót á Bif- röst í bráð. Ekki verður rætt hér, hvernig úlfaldi var gerð- ur úr mýflugu varðandi einstök atvik á móti þessu. Aðeins sagt, að mótið í heild var hin bezta skemmtan og þátttakendum til sóma. Tilhögun var svipuð og á undanförnum árum. Á laugardaginn var byrjað með lystilegum kvöldverði. Þá sá ’64 árgangurinn um kvöldvöku, þar sem Vigdís Páls, Birgir Marinós og Jónas Friðrik voru aðalnúmerin. Síðan dunaði dansinn fram á nótt, en að honum loknum tóku sumir söngmenn við sér fyrir alvöru og linntu ekki hljóðum fyrr en birta tók af degi. Nóg um það. Að loknum hádegisverði á sunnudeginum stýrði Birgir Marinósson aðalfundi NSS, og í lokin yfir kaffibollunum hélt Sigurður A. Magn- ússon ræðu, og mæltist skörulega að vanda. Þegar þessu öllu var lokiö hélt Jón Alfreðsson norður á Strandir, en flestir aðrir þátttakendur til sinna heima í henni Reykjavík.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.