Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 18
voðalegust, það fyrrnefnda leynilegt glæpafélag
og hið síðara eitthvað ógurlegt, sem enginn veit
í raun og veru neitt um, en full ástæða er til að
varast, enda voru félögin bæði all uppivöðslu-
söm á vetrinum.
Grábrók hélt uppteknum hætti á glæpabraut-
inni, en þar ber hæst, er viðhalda átti þeim sið
að „fórna“ einum af piltum skólans, en eins og
fram hefur komið, starfar félagið einungis meðal
stúlkna.
í þetta skipti fór atvikið fram á eftirfarandi
hátt. Einn rólegan eftirmiðdag í febrúar mánuði,
liggur í fleti sínu og nemur fræði, Sigurður
nokkur Arnórsson, nemandi í öðrum bekk. Veit
hann þá ekki fyrr en inn til hans ráðast nokkrar
stúlkur og eru hinar vígalegustu. Ráðast þær
líka umsvifalaust að honum, hvar hann liggur
varnarlaus og fletta hann klæðum að beltisstað
(ofan frá). Var ofsi þeirra slíkur að Sigurður
fékk eigi rönd við reist og náðu kvinnurnar hon-
fTj
-U Æm |4J
Stjórn skólafélags Samvinnuskólans sl. vetur.