Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 46

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 46
Iþróttalífið hcfur verið í betra lagi nú í vetur. enda eru nú nokkrir ágætir íþróttamenn innan skólans. Æfingar í almennum íþróttum hafa verið tvisvar í viku og hafa yfir- leitt verið sæmilega sóttar. Skólinn sendi flokk í skólasundmótið. Hann náði að vísu verstum tíma. en samt eftir atvikum góðum, þar sem um fámennan skóla er að ræða, sem senda verður annan hvern mann af sínu fámenna liði. Handknattleiksæfingar hafa verið iðkaðar af miklu kappi, og sendi skólinn flokk til keppni á handknattleiks- mót S. B. í. S. Lið Samvinnuskólans sigraði lið Mennta- skólans með 15 mörkum gegn 13. Kappleikur við Háskól- ann fór fram laugardaginn 1. apríl. Var yfirleitt búizt við, að tvísýnt yrði um úrslit. En þar sem okkar menn fóru beint í kappleikinn eftir tveggja klst. leikfimitörn töpuðu þeir með 9 mörkum gegn 21. I íþróttaráði skólans eru: Albert Guðmundsson, Geir Guðmundsson og Hafsteinn Guðmundsson. NSS- syrpa Miklar breytingar urðu á skipan fulltrúaráðs NSS á síðast- liðnu hausti. Aðeins fjórir, er sátu í fulltrúaráðinu áður, eru áfram fulltrúar sinna bekkja. Er sú þróun vissulega jákvæð, að sem flestir verði virkir þátttakendur í starfi NSS á þennan hátt. Fulltrúaráðið er nú þannig skipað: Árgangur 1957 — 1958 — 1959 — 1960 — 1961 — 1962 — 1963 — 1984 — 1965 — 1966 — 1967 — 1968 — 1969 Sigfús Gunnarsson Elís R. Helgason Þráinn Scheving Kári Jónasson Guðmundur R. Jóhannsson Sigurður Kristjánsson Gylfi Gunnarsson Olafur Jónsson Magnús Yngvason Guðmundur Bogason Björk Kristjánsdóttir Friðrik Friðjónsson Kristján F. Guðnason * * * í tilefni 50 ára afmælis Samvinnskólans ákvað NSS, að við hver skólaslit skyldi þeim nemenda, sem skarað hefði fram úr í félagsmáium í skólanum, afhent verðlaunastytta sem viðurkenningarvottur frá Nemendasambandi Sam- vinnuskólans. Fyrsta afhending fór fram við skólaslit í fyrra, og af- henti þáverandi formaður NSS, Sævar Sigurgeirsson, Atla Frey Guðmundssyni. þá formanni skólafélags Samvinnu- skólans og nú formanni NSS, þessa styttu, sem nefnd er Félagsstyttan. Við skólaslit í vor var svo Félagsstyttan afhent öðru sinni. Hlaut hana nú Jakob Björnsson frá Vopnafirði for- maður skólafélagsins sl. vetur og afhenti Atli Freyr hon- um verðlaunagripinn sem er farandgripur og varðveitast skal í Samvinnuskólanum. NSS hefur sett eftirfarandi reglur um veitingu styttunn- ar. 1. grein. 2. grein. 3. grein. 4. grein. 5. grein. Styttan ber nafnið Félagsstyttan og er farand- gripur. Hana skal veita árlega ásamt lítilli af- steypu til eignar þeim nemanda Samvinnu- skólans Bifröst, er skarar fram úr á sviði félags- mála að mati dómnefndar. Dómnefnd skal skipuð sjö aðilum: a) tómstundakennara Samvinnuskólans Bifröst b) þrem fulltrúum úr hvorum bekk kosnum með úrdrætti. Sami nemandi skal aðeins hljóta styttuna einu sinni. Fulltrúi NSS skal afhenda styttuna við skóla- slit ár hvert að fenginni tillögu dómnefndar. Félagsstyttan skal varðveitt í Samvinnuskólan- um Bifröst. * * * Einn þáttur í starfi NSS hefur verið að gangast fyrir spila- kvöldum. Voru tvö slík í vetur sem leið, annað í janúar og hitt í marz. Aðsókn var mjög góð, og komu um 70 NSS-félagar á vistina og skemmtu sér konunglega. Spilað var á Hótel Sögu, og á sunnudagskvöldum í bæði skiptin, og brugðu sér margir i dansinn að vistinni lokinni. Atli Freyr stjórnaði bæði kvöldin og veitti verðlaun óspart. Fyrra kvöldið sýndu þeir Kári Jónasson og Halldór Ás- grímsson litskuggamyndir frá gömlu góðu dögunum á Bifröst, og siðara kvöldið voru Jóhanni Sigurjónssyni af-

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.