Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 30

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 30
— En þú byrjaðir á ræktuninni? — Ég gerði það. Að vísu fór ég fyrst í lagfær- ingu á fjósi. Fyrsta veturinn var ég með beljurn- ar á tveimur stöðum. Það voru torffjós og ég lengdi annað, bara úr torfi og grjóti og einhverju drasli — rekadrumbum og öðru. Þetta kostaði nú ekki neitt — bara vinnu — gerði úr þessu — fína fjós — á skagfirzkan máta — og gat þannig komið kúnum á einn stað. Kom svo mjaltavélum fyrir í fjósinu og raflýsti það. Og svo lét ég grafa hérna óhemjumikið og fæ út úr því 40—50 hektara af þurru landi. Ég er búinn að bylta um 10 ha og sá í helminginn af því, og geng frá hinu í vor. — Þú ert þarna á góðum vegi með ræktunina og hvað er þá næsta skref? — Já, það er frumskilyrði, ef maður ætlar að búa, að ná góðum heyfeng handa stofninum. Næst verður líklega að fylla í þessi hús — auka bústofninn — og síðan að byggja eitthvað. Ég er búinn að reisa hér til bráðabirgða við gamla bæinn — byrjaði á því í fyrra. Það er ekki fram- tíðarhúsnæði en bætir þó úr þörfinni. — Hvað er bústærðin þegar þú kaupir? — Ég keypti um 100 ær, 20 fullorðnar hryssur og 14—15 nautgripi. Nú, þessu hef ég haldið. Ánum hefur að vísu eitthvað fækkað, því þær voru fullorðnar, en fjölgað hrossunum — og það hefur ekki verið til skaða. — Er vænlegt að hafa hross? — Eins og er í dag, já. Þau eru sennilega einna drýgst í þessum búskap. — Er það lífssalan? Já, fyrst og fremst. Ég get sagt þér sem dæmi, að fyrsta haustið legg ég inn 6 folöld í kaupfélag- ið og fæ borgað um 8 þúsund fyrir þau öll. Árið eftir sel ég eitt tryppi, sem ég lét lifa, á 9 þúsund og hefði ég látið þessi 6 lifa, væri gangverð á þeim nú um 15 þúsund hverju. Og þetta er svo til netto. Fyrir utan vexti, er það aðallega vinna, einhverjar girðingar og svo auðvitað land. Þetta er ekki hægt nema þar sem nóg land er. — En hvernig líkar þér að búa í Skagafirði? — Að mörgu leyti vel .Ég er búinn að reyna það, að þetta er afbragðsjörð til að búa á, en ... — Hefurðu orðið fyrir vonbrigðum? — Ja, minn búskapur var nú í skýjunum, þegar ég byrjaði — maður datt allt í einu ofan á veru- leikann — í puð og þrældóm. Það er mjög erfitt að hlaupa beint úr skóla í t. d. vorannir og taka við eigin búrekstri. Þetta er óhemju álag og tekur töluverðan tíma að þjálfa sig líkamlega til að vinna þessa vinnu. En hvað segir þú um búskap almennt í Skaga- firði? — Jú, það er ágætt að búa hér, en Skagfirðing- ar eru heldur aftarlega á dróginni í búskapnum. Þeir eru ekki framkvæmdamenn. Það eru að vísu margir góðir bændur hér innan um, en líka óskaplegir ... og sérstakur búskaparmáti, sem ekki þekkist held ég á landinu annars staðar; litlar áhyggjur og láta drasla. — En hvernig líkar þér við þá sem nágranna og samstarfsmenn? — Ágætlega við þá þannig séð, hef ágætis ná- granna og ekkert út á þá að setja. — En hvað viltu segja um framtíð landbúnað- arins og búskaparhorfurnar? — Ég held að bezt sé nú að segja sem minnst um það. Staða landbúnaðarins er mjög óviss. Ég held þó, að búin hljóti að stækka og fólki jafn- framt að fækka, sem við hann vinnur. Fram- leiðslan á hvern bónda getur stórvaxið. Það er betra að hafa færri gripi en þá afurðameiri. Og með vélvæðingunni verða menn að framleiða

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.