Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 23

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 23
ÚP bölver ksöngvu m mannsins er raun um málminn að fjalla svo fáist skýr myndin orðið er líkt og upphaf sem vex inn í lokin óþola bið í skilning og talning svo löng upp sál mín svo fái heyrn mín hlustað á blóðið renna daglangt og náttlangt í gegnum hœgan svefninn vaxkenndur óttinn útlimi hreyfir um kliðkennt raddanna haf. Ernir Snorrason. LEIKHÚSFERÐIR Síðastliðið haust var tekin upp sú nýbreytni í starfsemi NSS að koma á fót föstum leikhús- ferðum, þannig að félögum NSS og gestum þeirra, var gefinn kostur á að kaupa afsláttar- kort að 6 sýningum Þjóðleikhússins á leikárinu. Var 25% afsláttur veittur og 3ja sýning á hverju verki valin. Fékk þetta góðar undirtektir og þátttaka varð mjög góð, eða um 140 manns. Verkefnaval Þjóðleikhússins var að þessu sinni forvitnilegra en oft áður. Fyrst var Fjaðra- fok Matthíasar Jóhannessen, sem olli töluverðu fjaðrafoki eins og menn muna. Næst var Betur má ef duga skal, eftir Peter Ustinov, og fékk það lof gagnrýnenda, sem og annarra, en sama er ekki hægt að segja um verk Mozarts, Brúðkaup Figarós, sem kom þó sem sending af himni fyrir saumaklúbba og slúðurdálkahöfunda. í sannleika sagt var ekki um annað rætt í heilan mánuð, og athyglin beindist að starfssviði Þjóðleikhússtjóra og hans ráðgefandi mönnum, og hvort endur- skoðunar væri ekki þörf á reglum Þjóðleikhúss- ins í heild .Sömuleiðis beindist athyglin að gagn- rýnendum, hæfni þeirra og hlutverki. Síðan var Gjaldið eftir Arthur Miller sýnt. Því næst Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen. Lestina rak svo Mörður Valgarðsson, eftir Jóhann Sigurjónsson, og var það afmælisverkefni Þjóðleikhússins. Að hausti er ætlunin að halda þessu áfram með sama sniði, nema hvað að líkindum verður 2. sýning fyrir valinu vegna þess að hún ber oftar upp á helgi. Sævar Sigurgeirsson.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.