Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 21

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 21
Óskarsson við mótsstjórn og lét viðstadda óspart taka lagið á milli þess, sem lostafullir réttir voru bornir fram. Borðaskipan var þannig háttað, að hver ár- gangur fyrir sig var saman við borð. Héldu 10 ára og 5 ára nemendur sérstaklega upp á tilefnið, og verður vafalaust sá háttur á í framtíðinni, að afmælisárgangarnir mæli sér mót á nemenda- mótum NSS. Vandað var til dagskrár. Jón Sigurbjörnsson söngvari og leikari söng við miklar og góðar undirtektir, og Karl Einarsson hafði uppi gaman- mál viðstöddum til mikillar kátínu, en hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar lék undir borðum og fyrir dansi. Nemendamótinu bárust tvö skeyti, annað frá kennurum á Bifröst þeim Snorra, Hrafni og Sig- urði Hreiðar, en hitt frá Sigurði Sigfússyni, útskr. 1968. Sá skemmtilegi háttur var hafður á, að þátttakendur skráðu nöfn sín í gestabók, sem látin var ganga á milli borða. Á þriðja tímanum að nóttu til sleit svo for- maður NSS þessu velheppnaða nemendamóti, og þátttakendur héldu heim hressir í bragði og ákveðnir að mæta á næsta NSS-mót og taka með sér alla þá, sem ekki komu nú. Nemendur fró ’67 ó órshótíð NSS. Hverju er Engilbert (lengst til vinstri, að hvísla að Siggu L|osm.: Agust Maraldsson.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.