Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 28

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 28
Hofstaðasel í Viðvíkursveit í Skagafirði. stjóraskipti og mér líkaði ekki og hætti þar. Þá setti Jón mig í Sambandið í Sjávarafurðadeild. Þar var ég um tíma, gerði ekki neitt og leiddist mikið, en það var mér til láns, að einhver fót- brotnaði þarna og ég fékk að gera eitthvað. Síðan fór ég í Kron og þaðan norður á Krók til að kynnast fyrirmyndarlandbúnaðarkaupfélagi. — Og þar kynntist þú þínum betri helmingi? — Já, þá kynntist ég frúnni — sem síðar varð. — Og ef við kynntum hana fyrir lesendum. — Já með ánægju. Hún heitir Elínborg Bessa- dóttir frá Kýrholti í Viðvíkursveit og vann á Króknum um þessar mundir. — Síðan heldur þú áfram náminu? — Já, ég fór í Samvinnubankann í nóv. Það seig alltaf á ógæfuhliðina fyrir kaupfélaginu á Akranesi og því var innlánsdeildin tekin út úr og sett upp útibú frá bankanum í einum grænum. Ég fór þarna upp eftir ásamt Sigmundi Arngríms- syni og hann var þar einn dag að setja upp úti- búið með mér og síðan vann ég þarna sem banka- maður nokkurn tíma. Ég fór aftur í bankann í Reykjavík en um jólin árið eftir veiktist Sveinn Guðmundsson bankastjóri og ég fer á ný upp eftir og er þar aðalmaður til vorsins, er Sveinn kemur á ný til starfa. Þá var ég kominn út úr þessu framhaldsnámi, Jón Arnþórsson farinn út í lönd og ég orðinn leiður á þessu. Það var mikið álag á mér þennan tíma á Akranesi. Ekkert var að gera í Sambandinu eða í bankanum eftir að Sveinn kom og ég orðinn helv. ræfill, svo ég breyti til og fer í kaupavinnu austur á Rangár- velli — í kartöflurækt og fleira. — Þarna verða þáttaskil hjá þér? — Já, þetta var nú bara út í loftið, en ég var að hugsa um að komast út til að leika mér og líta í kringum mig. Var búinn að ráða mig á minkabú einhvers staðar í Oslófirðinum. En í þess stað lendi ég norður á Akureyri hjá KEA og þar er ég um sumarið. Þessa vinnu hefði ég ekki átt að þiggja, því mér fannst leiðinlegt á Akureyri. Ekki það, að Akureyri væri leiðinlegur staður

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.