Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 12

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 12
Fró kynningarferð 2. bekkinga í slóturhúsið í Borgarnesi. færslukennarinn hafi jafnframt með höndum kennslu í verzlunarreikningi. Þá hafði ég um tíma á hendi búðarstarfakennsluna, en Sigurður Hreiðar hefur nú tekið við þeirri kennslu. — Hvað segir þú mér af nýmælum í kennslu og um hugmyndir varðandi námstilhögun í Sam- vinnuskólanum ? — Kennsla í mínum aðalfögum var orðin nokk- uð fastmótuð, er ég kom hingað. Varðandi bók- færslukennsluna, þá er vaxandi þörf á meiri kennslu í vélabókhaldi og varðandi rafreikna, og við höfum fengið Björn Gunnarsson, forstöðu- mann skýrsluvéla Samvinnutrygginga, til að undirbúa slíka kennslu hér. Hins vegar er öll verzlunarmenntun í mótun núna, og í fyrra var haldinn fundur á vegum Verzlunarráðsins og Verzlunarskólans annars vegar og Sambandsins og Samvinnuskólans hins vegar, um verzlunarmenntunina í landinu. Var kjörin nefnd til að fjalla um framtíðarskipan þessara mála og verður væntanlega í sumar hald- inn annar fundur til að fjalla um niðurstöður nefndarinnar. Verður tæpast ráðizt í neinar veru- legar breytingar fyrr en þessi mál skýrast. — Álítur þú að staðsetning Samvinnuskólans standi í vegi fyrir eðlilegri þróun skólans? — Nei, síður en svo, og það, að skólinn er ekki fjölmennari en hann er gefur vissulega margvís- lega möguleika. Mér kemur í hug námsferð, sem skólinn fór til Reykjavíkur í vetur og stóð í viku og tókst í alla staði mjög vel. Á morgnana voru haldnir fyrirlestrar í Sambandshúsinu um verzl- unarstörf og verzlunarstjórn, en síðar var nem- endum skipt í hópa, er kynntu sér verzlunarstörf í búðum KRON og Sláturfélagsins. Þá fór annar bekkur í svokallaðan stjórnunar- leik í sambandi við rafreikni Háskólans, og tókst nemendum sérlega vel að glíma við það viðfangs- efni, enda urðu háskólamenn undrandi yfir getu nemendanna. Fengum við að sjá úrlausnir frá ýmsum forystumönnum íslenzks iðnaðar, sem höfðu leikið þennan sama leik og voru niðurstöð- ur þeirra á þann veg, að við þurfum ekki að kvarta um getu okkar nemenda. — Hvernig var þessum stjórnunarleik háttað? — Nemendum var skipt í að mig minnir 8 hópa. Hver hópur var ákveðið fyrirtæki. Þessi fyrir- tæki framleiddu samskonar vörur. Fastur kostn- aður og breytilegur kostnaður var gefinn upp. Fyrirtækið varð svo að ákveða markaðsverð, sem mátti að sjálfsögðu ekki vera undir kostnaðar- verði. Hver hópur fékk í upphafi ákveðna verksmiðju af ákveðinni stærð. Viss upphæð var í reiðufé og ákveðin afkastageta. Síðan mátti auglýsa og leggja í rannsóknar- kostnað eða stækka verksmiðjuna og hækka og lækka verð eftir þörfum. Síðan var spurningin: Hvað gat fyrirtækið náð

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.