Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 36

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 36
Hin árlega Bifrastarferð öndvegisfólks frá NSS var farin dagana 14. til 15. marz sl. Var lagt af stað uppeftir frá Umferðamiðstöðinni í Reykja- vík, en fáeinir komu á eigin farartækjum, og urðu þátttakendur alls 28. Eftir að gestir höfðu dustað af sér rykið, gengu þeir til borðhalds með heimamönnum sem gáfu þessum aðkomufuglum aðgætið auga, og eftir því sem viðtökurnar voru, hefur þeim ekki litizt mjög illa á þá. Runnu gómsætir réttirnir ljúflega niður og fór allt vel fram nema Atla formanni gafst ekki tækifæri til að halda ræðu sem hann hafði tilbúna í vasanum. Verður hún flutt næsta vetur. Kvöldvöku, sem hófst skömmu eftir borðhald- ið, önnuðust NSS menn af mikilli vandvirkni. Var hún í allmörgum liðum, en höfuðefnið var að Árni Reynisson sagði brandara. Á milli var fyllt upp með ýmsum smáatriðum s. s. söng Árna Reynissonar og félaga og Árni Reynisson og fleiri sýndu leikni sína 1 yrkingum. Að lokum tóku allir undir lokasönginn, taktfast og í sönnum samvinnuanda. Eftir kvöldkaffi lék hljómsveit skólans fyrir dansi til kl. 1, en þá héldu allir til hvílu utan fá- einir NSS menn sem undu sér við spil og gleði fram eftir nóttu. Sunnudagurinn rann upp regnþungur og sval- ur. Fór þá hrollur um margan NSS mann en knattspyrnukeppni var ákveðin þennan morgun. Neituðu þeir flestir að stíga fæti sínum út fyrir dyr í slíkt foraðsveður. Hlógu þá Skagamenn og kváðu Ríkharð og Donna aldrei hafa vikið fyrir veðri. Varð þó svo að vera og fór fram keppni í innanhússknattspyrnu í staðinn, A og B lið. A lið skipuðu Skagamenn og unnu 4:1. B lið skipuðu hinir vatnshræddu og töpuðu 3:5. Olli því líka fákunnátta í leikreglum. Þá þegar höfðu hinir árrisulustu keppt í körfu- bolta sem lauk með sigri Bifrastar 56:38 eftir 24: 24 í hálfleik. í badminton, einliðaleik, kepptu Ólafur Ottós- son og Árni Reynisson fyrir NSS. Vann Ólafur annan sinn hálfleik en Árni tapaði báðum sínum. Var þá samþykkt að hér eftir skyldi hann ein- göngu helga sig bröndurum. Og enn hélt NSS áfram að tapa. Þrístökkinu lauk með 19 stigum gegn 18 fyrir Bifröst, þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir Karls Stefánssonar. Og þótt Ólafur Ottósson gerði álíka heiðarlegar tilraunir í langstökkinu, lauk því með 21:16 fyrir Bifröst. Eftir allar þessar hrakfarir unnu NSS menn stórsigur við matborðið þar sem þeir ruddust um fast í kjötkötlum staðarins, og voru heimamenn löngu gengnir frá leik þegar Nemendasambandið gaf sig. Nú var raðað upp til tafls, og kom fljótlega í ljós að ekki var NSS mönnum heldur gefin hin andleg spekin, því Bifröst hlaut 7V2 vinning móti 2V2. Fengu þeir Pálmi Gíslason og Sævar gjald- keri Sigurgeirsson sinn vinningin hvor og Jón Bjarni Stefánsson V2. Sævar var einkum drjúgur með árangur sinn og mátti um tíma í hvoruga sína löngu löpp stíga, ánægju vegna, enda hafði

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.