Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 14

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 14
Gamlir og nýjir nemendur spjalla við yfirkennarann. bridgelið, en allur skólabragurinn er mjög svip- aður og verið hefur. — Nokkrar nýjar „tradisjónir?“ — Ja, það er þá helzt, að nú er byrjað að baða hér á formlegan hátt, eins og getið hefur verið um í Hermesi, og óneitanlega er það skemmti- legra fyrir staðarfólk að fylgjast með, þegar þetta er gert hér heima við, en gömlu siðirnir eins og að rífa sængina af fyrstubekkingum eru ennþá við líði. Manni finnst alltaf jafn gaman að þess- um „tradisjónum“, og getur alltaf hlegið að sama gamla brandaranum ár eftir ár. — Saknar þú nokkurs úr borgarlífinu? — Ég sakna einskis úr borgarlífinu, nema það eru vandkvæði á að komast í leikhús, og enn- fremur sakna ég þess að geta ekki tekið þátt í námskeiðum Stjórnunarfélags íslands og Iðnað- armálastofnunarinnar. Vil ég nota þetta tækifæri og hvetja alla þá, sem áhuga hafa á stjórnun fyrirtækja og hvers konar nýjungum í framleiðni og hagræðingu, að sækja þessi námskeið. Nú konan mín er fædd og uppalin í sveit, en hún segir að ég sé meiri sveitamaður en hún núorðið. Sumir segja, að þegar maður sé kominn upp fyrir Ártúnsbrekkuna séu allar áhyggjur að baki. Hér á Bifröst hefur mér aldrei leiðzt, ekki sem nemandi og enn síður sem kennari. — Og undir lokin, kannske örfá orð um Nem- endasambandið. — Ég reyni að sjálfsögðu sem félagi í Nem- endasambandinu, að fylgjast með því, sem þar er efst á baugi, en því miður get ég ekki tekið þátt í starfi þess í Reykjavík, en þegar gamlir nem- endur rekast hingað, þá reyni ég að rekja úr þeim garnirnar. Ég held að sú samheldni hjá gömlum nemend- um og sú tryggð, sem þeir sýna sínum gamla skóla, sé alveg einstæð, og ég þekki ekki til neins hliðstæðs í öðrum skólum. Ég er viss um að NSS á eftir að gera ýmsa góða hluti í framtíðinni, eins og hingað til, og ég óska því alls hins bezta í störfum. — Að síðustu ein samvizkuspurning: Hvort heldur þú frekar með nemendum í skólanum eða Nemendasambandinu, þegar keppni á sér stað á milli þeirra? — Ég verð nú að vera tækifærissinnaður í þess- um efnum, eins og Snorri yfirkennari, þ. e. að ég held yfirleitt með báðum. í þessu heyrðist hljóma utan af tröppum skól- ans, „Hin gömlu kynni gleymast ei“. Var nú ekki til setunnar boðið, því norðurleiðarrútan var að renna úr hlaði með hið „vaska“ lið Nemenda- sambandsins innanborðs. Eftir viðeigandi handa- pat komst ritstjórinn um borð, síðan hvarf gamla góða Bifröst í þokuna og rigninguna. Reynir Ingibjartsson.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.