Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 44

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 44
Gluggað I gömul blöð Fyrir nokkru bárust blaðaútgáfumál Samvinnu- skólanema í tal við Gísla Kristjánsson skrifstofu- stjóra í Prentsmiðjunni Eddu, en hann er gamall nemandi úr Samvinnuskólanum. Sagðist Gísli þá eiga í fórum sínum nokkur gömul skólablöð og bauðst til að lána þau til yfirlestrar, og var það þakksamlega þeg'ið. Ekki er að orðlengja það, að lestur þessara skólablaða var hinn forvitnilegasti, og væri vissulega tilefni til að rekja efni þeirra. Það verður þó ekki gert að neinu marki nú. Hins vegar verður freistað þess að rekja mikla átaka- sögu, sem opinberaðist á síðum þessara blaða. Hverfum nú til haustsins 1943. Á fundi í skólafélaginu var borin fram tillaga þess efnis, að sett yrðu ákvæði um það í lög skólafélagsins, að skólablaðið, sem þá hét Hug- inn, yrði prentað í stað þess að vera handskrifað, eins og verið hafði fram til þessa. Flutnings- menn þessarar tillögu voru tveir nemendur, sem höfðu hafið nám þá um haustið. Ekki fékkst þessi tillaga samþykkt, en þess í stað var samþykkt heimild til handa ritstjóra Hugins að láta prenta blaðið, ef fjárhagur leyfði. Ritstjóri, sem þá var Hannes Jónsson nú félags- fræðingur, vildi svo nota þessa heimild og ráðast í útgáfu prentaðs blaðs, en þá var við stjórn skólafélagsins að eiga. Var talið, að blaðið mundi ekki bera sig fjárhagslega og svo yrðu ritsmíðar nemenda e. t. v. ekki prentsvertunnar virði. Þessu undu Hannes og félagar ekki, heldur stofnuðu sérstakt útgáfufélag, sem var gefið nafnið sf. Bjallan, og átti að hafa að markmiði, að gefa út prentað blað á vegum nemenda, sem og varð raunin á. Stóð útgáfa þessa blaðs undir sér og skilaði kr. 0.25 í arð til hvers hluthafa. Næst gerðist það í þessum málum, að Bjöllu- menn hugðust gefa út annað blað og helmingi stærra vegna tuttugu og fimm ára afmælis Sam- vinnuskólans. Hafði útgáfufélagið komizt að hag- stæðum samningum við Eddu um prentun, og auk þess fengið loforð fyrir nokkrum auglýsing- um. En nú mæltist stjórn skólafélagsins til þess, að hætt yrði við fyrirhugað blað af Bjöllunni, en í þess stað gefið út veglegt prentað afmælis- blað af Hugni. Um þetta tókust svo samningar, og gengið var inn í þá samninga, sem Bjallan sf. hafði gert. Sem ritstjóri Hugins ritstýrði Hannes þessu blaði og rakti m. a. sögu þessa máls frá sínum sjónarhóli. Einnig skrifaði hann grein, sem nefndist „Sönn menntun eða yfirborðsmenntun“, og í þeirri grein voru þó nokkrir af þáverandi nemendum grunaðir um að vera yfirborðsmenn, sem aðeins sæktu skólann til þess að fá falleg prófskírteini, og af því að pabbi og mamma höfðu sagt þeim að fara í skólann. Fór ekki hjá því, að vissir aðilar tækju þessi skrif til sín. Nú fór ritstjóri Hugins fram á það ásamt 13 öðrum á félagsfundi, að framlengd yrði heimild til að gefa út prentuð blöð af skólablaðinu. Hitn- aði nú verulega í kolunum. Gerð var breytingar- tillaga við þessa tillögu þess efnis, að skipuð yrði

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.