Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 15

Hermes - 01.05.1970, Blaðsíða 15
ísafirði, 19. maí, 1970. Þegar athugað er um Bifrestinga á ísafirði kem- ur í ljós að ekki er um marga að ræða, og veldur þar eflaust mestu um flóttinn úr dreifbýlinu. En þó að Bifresingar séu fáir hér um slóðir, má af efirfarandi uppalningu sjá, að „cand SÍS“ titill- inn er ekki síður í áliti hér en annars staðar á landinu. Jóhann Einvarðsson (útskr. ’58), hefur stýrt bæjarfélaginu undanfarin fjögur ár. Virðast framkvæmdir hafa verið miklar þetta tímabil, enda kom maðurinn beint úr fjármálaráðuneyt- inu. Hörður Jakobsson (útskr. ’58), hefur með fjárhag kaupfélagsins að gera og þó að ekki sé úr miklu að spila þessa stundina, æðrast hann ekki, heldur „bíður og vonar að komi nú senn“. Ó- giftur ef einhver vill vita af því. Þá er komið að þeim hjónum Bergljótu Böðv- arsdóttur og Jóni G. Magnússyni (bæði útskr. ’68). Auk eldhússtarfans vinnur Bergljót við að afgreiða metravöru í verzlun föður síns. Jón, aftur á móti tók við starfi Gylfa Gunnarssonar við að reka á eftir starfsliði bæjarskrifstofunnar. Auk þess hefur hann ýmsum félagsstörfum að gegna og í haust er leið fékk hann sér skíði, því bréf fró Guðmundi E. Kjartanssyni. að það tilheyrir einu embættinu að vita hvernig skíði líta út. Af Guðmundi E. Kjartanssyni (útskr. ’69) er lítið að frétta. Hann situr eins og klessa við peningaskáp Útvegsbankans, nema á helgum, þá stígur hann á skíði, en þann sið hafa margir ísfirðingar allt frá toppmönnum niður í hausa- menn, eins og sumir verða að láta sér nægja að vera. Um Guðmund H. Hagalín og Sigrúnu Frið- finnsdóttur skal ekki fjölyrt, því að þau eru á förum suður þangað, sem meiri hluti ’69 ár- gangsins heldur sig. Þá eru upptaldir þeir Bifrestingar sem á ísa- firði starfa og af því að fækkun er fyrirsjáanleg úr hópi upptaldra, má geta þess á móti, að þau hjónin Gunnar Jónsson og Herdís Viggósdóttir (bæði útskr. ’65), og hafa verið á Vegamótum á Snæfellsnesi, eru væntanleg í bæinn og að því er áreiðanlegar fregnir herma, mun Gunnar verða verzlunarstjóri kaupfélagsins. Og af því að vel hefur árað til sjávarins í vetur er allt gott að frétta héðan og beztu kveðjur sendar.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.