Morgunblaðið - 09.02.2012, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 09.02.2012, Qupperneq 5
Sá sem hefur aldrei lent í tjóni sér ekki mikinn mun á tryggingafélögum. Hann borgar bara sínar tryggingar. Það er því ekki skrítið að sumir haldi því fram að tryggingafélög séu öll eins. En hvað ef eitthvað gerist? Frá árinu 2005 hafa margir viðskiptavinir TM sem lentu í tjóni, deilt með okkur hvernig þeir upplifðu úrlausn sinna mála. Svörin sýna ekki aðeins að það skiptir miklu máli hvar þú tryggir, heldur líka af hverju. Í fyrsta lagi er ráðgjöfin sem þú færð þegar þú kaupir tryggingar lykil- atriði. Með réttri ráðgjöf veistu hvað þú þarft að tryggja og lendir síður í því að verða fyrir tjóni sem trygging- arnar ná ekki yfir. Í öðru lagi er það allra hagur þegar tjónamál koma upp að úr þeim sé leyst fljótt og vel. Því fyrr sem lífið kemst í samt horf, því betra fyrir alla og góð viðbrögð skipta öllu máli. Á afhverju.tm.is getur þú séð fjölda um- sagna viðskiptavina sem lent hafa í tjóni og notið þjónustu TM. Í þriðja lagi getur skipt miklu hvernig brugðist er við tjóninu sjálfu. Ef fyrirtæki lendir til dæmis í bruna er mikilvægt að komast hjá því að reksturinn stöðvist. Þá skiptir afgreiðsla og aðkoma trygginga- félagsins miklu máli. Það er stefna TM að samband okkar og viðskiptavina sé langtímasamband, byggt á trausti og gagnkvæmum ávinningi. Með réttri ráðgjöf og góðum viðbrögðum, stöndum við undir þeim væntingum sem þú gerir til okkar. Ef eitthvað kemur fyrir, þá vilt þú vera hjá TM. Tryggingamiðstöðin . Síðumúla 24 . Sími 515 2000 . tm@tm.is . afhverju.tm.is Tryggingafélög eru öll eins –þar til eitthvað kemur fyrir Maður veit víst aldrei hvað gerist næst... 92% viðskiptavina TM fengu tjón sitt bætt sam- kvæmt könnun Capacent. 0009 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 Á síðustu 12 árum hefur TM 10 sinnum verið með ánægðustu viðskiptavini tryggingafélaga. 1. 1. 1. 1. 1. 1. 1. 1. 1. 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.